Enski boltinn

Etherington missir líklega af bikarúrslitunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Miðjumaðurinn snjalli Matthew Etherington var borinn út af meiddur í 3-0 sigri Stoke á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Miðjumaðurinn snjalli Matthew Etherington var borinn út af meiddur í 3-0 sigri Stoke á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Nordic Photos/Getty Images
Miðjumaðurinn snjalli Matthew Etherington var borinn út af meiddur í 3-0 sigri Stoke á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Etherington hefur verið lykilmaður í liði Stoke á tímabilinu en nú er tvísýnt um þátttöku hans í úrslitum FA-bikarsins þann 14. maí þegar Stoke mætir stjörnuprýddu liði Manchester City á Wembley.

Tony Pulis þjálfari Stoke var himinlifandi með frammistöðu liðsins í gærkvöldi sem svo gott sem trggði sæti félagsins í úrvalsdeildinni. Hann sagði þó meiðsli Etherington mikið áfall.

„Eftir að hafa misst Ricardo (Fueller) og Danny Higginbottom þá er þetta enn eitt áfallið því við höfum ekki úr sama mannskap að ráða og Man City. Verkefnið var nógu krefjandi þegar allir leikmenn okkar voru heilir."

Etherington hefur spilað vel á tímabilinu og skorað fimm mörk í deildinni ásamt því að leggja upp átta. Hann kom liði sínu á bragðið í 5-0 sigrinum á Bolton í undanúrslitum bikarsins. Þá vill hann eflaust bæta upp fyrir dramatískt tap með West Ham í úrslitum FA-bikarsins árið 2006 þegar liðið beið lægri hlut fyrir Liverpool eftir vítaspyrnukeppni í dramatískum úrslitaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×