Enski boltinn

Mourinho sagður vilja fá Terry til Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
John Terry.
John Terry.
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki gleymt Chelsea-strákunum og nú er greint frá því að hann ætli sér að reyna að kaupa John Terry, fyrirliða Chelsea, í sumar. Það er ítalska dagblaðið La Gazzetta dello Sport sem greinir frá þessu í dag.

Mourinho og Terry eru sagðir halda góðu sambandi eftir tímann hjá Chelsea en það er spurning hvort Terry hafi einhvern áhuga á að flytja sig um set.

Ítalska blaðið segir að Madrid muni leggja fram tilboð í sumar og í kjölfarið komi í ljós hvað gerist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×