Enski boltinn

Liverpool sagt vera á eftir Joey Barton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Barton og Carroll gætu spilað aftur saman.
Barton og Carroll gætu spilað aftur saman.
Sky Sports segist hafa heimildir fyrir því að Liverpool sé með miðjumanninn óstýriláta, Joey Barton, undir smásjánni hjá sér.

Barton hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Newcastle og það hefur leitt til þess að fjöldi liða hefur sýnt honum áhuga. Nægir þar að nefna Aston Villa og West Ham. Nú er Liverpool sagt vera komið í slaginn.

Ef Barton neitar að framlengja í sumar mun Newcastle örugglega selja hann enda aðeins ár eftir af samningnum

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, ku vera hrifinn af kappanum en hann náði vel saman við Andy Carroll og lagði upp fjölda marka fyrir hann er þeir léku saman með Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×