Handbolti

Alls óvíst hvort Guðmundur Hólmar fari í bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur Hólmar er hér að taka Örn Inga Bjarkason niður er Anton Gylfi Pálsson mundar flautuna. Skömmu síðar lyfti Anton rauða spjaldinu. Mynd/Sævar
Guðmundur Hólmar er hér að taka Örn Inga Bjarkason niður er Anton Gylfi Pálsson mundar flautuna. Skömmu síðar lyfti Anton rauða spjaldinu. Mynd/Sævar
Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason fékk að líta umdeilt rautt spjald undir lok leiks Akureyrar og FH í úrslitum N1-deildar karla í gær.

Venjulega myndi það þýða að Guðmundur Hólmar færi í sjálfkrafa leikbann en ekki er víst að svo fari. Ástæðan er sú að dómarar leiksins - Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson - skiluðu ekki agaskýrslu vegna atviksins eins og vaninn er.

Málið er því í talsverðum hnút sem stendur og samkvæmt heimildum Vísis eru FH-ingar mjög ósáttir að ekki sé búið að staðfesta bannið.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi í hádeginu en sagði að menn þar á bæ væru að fara yfir stöðuna. Hann staðfesti þó að ekki væri búið að dæma Guðmund Hólmar í bann.

Einar sagði að HSÍ myndi gefa eitthvað frá sér varðandi málið síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×