Fleiri fréttir

Heimir Örn: Fá norðlensku geðveikina í gang

Heimir Örn Árnason, leikstjórnandinn sterki í liði Akureyrar, segir að nú gildi ekkert annað en að fá gömlu góðu norðlensku geðveikina með sér í lið í kvöld.

Howard besti varnarmaðurinn þriðja árið í röð

Dwight Howard, leikmaður Orlando Magic, var í dag valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar þriðja árið í röð. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem hlýtur þessa nafnbót þrjú ár í röð.

Oddur fer til Wetzlar í fyrramálið

Landsliðsmaðurinn Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, heldur til Þýskalands í fyrramálið þar sem hann verður til reynslu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Wetzlar fram á föstudag.

Kristján: Tilbúnir og heitir

Kristján Arason, annar þjálfara FH, segir sína menn ekki slegna út af laginu eftir tapið fyrir Fram um helgina. Liðin mætast í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld.

Halldór: Eigum talsvert inni

"Við höfum sagt það áður að við ætlum okkur stóra hluti á þessu tímabili og við viljum fara lengra. Það er spurning hvort það takist í kvöld,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, fyrirliði Fram.

Bent vorkennir Sunderland

Darren Bent er leiður yfir því hversu illa Sunderland hefur gengið síðan hann var seldur frá félaginu í janúar síðastliðnum.

Fáum vonandi sóknarmann á næstu dögum

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segist vera vongóður um að liðið bæti við sig framherja áður en keppni í Pepsi-deildinni hefst um næstu mánaðamót og vonandi strax í þessari viku.

Enginn uppgjöf hjá Webber

Óhætt er að segja að Mark Webber hafi sýnt framúrskarandi hæfileika í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ í gær. Hann var átjándi á ráslínu, en vann sig upp í þriðja sæti, á eftir þeim Lewis Hamilton og Sebastian Vettel.

Ólafur Bjarki: Allir tilbúnir

Ólafur Bjarki Ragnarsson, skyttan öfluga í liði HK, á von á hörkuleik gegn Akureyri í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld.

Vettel: Reyndi að verjast Hamilton af bestu getu

Sebastian Vettel hjá Red Bull er efstur í stigamótinu í Formúlu 1, en hann varð annar á eftir Lewis Hamilton á Sjanghæ brautinni í gær. Hann var fremstur á ráslínu, en komst ekki hratt af stað í rásmarkinu og missti Jenson Button og Lewis Hamilton framúr sér.

Vona að Íslendingar fjölmenni

Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu tekur þátt í úrslitakeppni EM í fyrsta skipti í sumar. Mótið fer fram í Danmörku og er stærsta mót sem Danir hafa haldið. Þar á bæ vonast menn til að Íslendingar fjölmenni.

Ferguson ekki reiður út í Scholes

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki vera reiður út í Paul Scholes fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Manchester City um helgina.

Davies baðst afsökunar

Kevin Davies hefur beðið stuðningsmenn Bolton afsökunar á frammistöðu liðsins í tapleiknum gegn Stoke í ensku bikarkeppninni um helgina.

Bale bestur og Wilshere efnilegastur

Gareth Bale, leikmaður Tottenham, var í gærkvöldi útnefndur besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af leikmönnum deildarinnar.

Þrjú íslensk mörk um helgina

Íslenskir knattspyrnumenn voru víða á ferðinni um helgina og þrír þeirra skoruðu mark fyrir sín lið. Hér má sjá myndböndin.

NBA í nótt: Allen tryggði Boston sigur

Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Marcus og Mamma: Klárum dæmið í næsta leik

"Það sem hefur alltaf skilað okkur sigrum er varnarleikur okkar í síðari hálfleik. Um leið og liðið nær að stoppa 2-3 sóknir frá andstæðingnum þá smitað þar frá sér og við eflumst,“ sagði Walker.

Umfjöllun: KR átti í engum vandræðum með Stjörnuna

KR-ingar settust í bílstjórasætið í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar þeir unnu Stjörnuna, 101- 81, í þriðja leik liðanna og leiða því einvígið 2-1. KR keyrði yfir Stjörnuna í þriðja leikhlutanum og voru tuttugu stigum yfir þegar einn leikhluti var eftir. Marcus Walker átti enn einn stórleikinn og skoraði 33 stig.

NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center

New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki.

Teitur: Þetta var bara búið í hálfleik

"Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, en áttum aldrei séns í þeim síðari,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir ósigurinn í kvöld.

Meiðsli Carragher reyndust ekki alvarleg

Jamie Carragher fyrirliði Liverpool bar sig vel eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Arsenal í dag þar sem að Carragher var borinn af velli vegna höfuðhöggs. Gera þurfti átta mínútna hlé á leiknum á meðan hugað var að meiðslum varnarmannsins en hann missti meðvitund eftir að hafa lent í samstuði við liðsfélaga sinn John Flanagan.

Wenger tók ekki í höndina á Dalglish í leikslok

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var alls ekki sáttur við að Liverpool skyldi skora úr vítaspyrnu og jafna metin þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir þann uppbótartíma sem aðstoðardómarinn hafði gefið til kynna á Emirates vellinum í dag. Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1-1, en bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum eftir að venjulegur leiktími var liðinn.

Veigar Páll skoraði tvívegis í 3-2 tapleik Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvívegis fyrir Stabæk í dag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en það dugði ekki til í 3-2 tapleik liðsins gegn Molde á útivelli. Þetta eru fyrstu mörk Veigars á tímabilinu en Stabæk er með 6 stig eftir fimm leiki og er um miðja deild í áttunda sæti.

Fer Tevez í ítalska boltann?

Samkvæmt ítalska dagblaðinu Corriere dello Sport verður það algjört forgangsatriði hjá Inter Milan að festa kaup á Carlos Tevez, fyrirliða Manchester City fyrir næsta tímabil.

Hildur Sigurðardóttir samdi við Snæfell

Hildur Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við Snæfell og mun hún leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik næstu tvö árin. Hildur hefur verið lykilmaður í KR-liðinu undanfarin ár en hún er fædd og uppalinn í Stykkishólmi og mun hún styrkja hið unga lið Snæfells gríðarlega. Jón Ólafur Jónsson skrifaði einnig undir tveggja ára samning við Snæfell í dag.

Markasúpa á Ítalíu

Sex leikir fóru fram í seríu A á Ítalíu í dag og mörkin létu ekki á sér standa. Fiorentina og Juventus gerðu markalaust jafntefli í stærsta leik dagsins sem verður að teljast slæm úrslit fyrir bæði lið.

Stoke flaug í úrslitaleikinn

Stoke fór auðveldlega í úrslit enska bikarsins en þeir gerðu sér lítið fyrir og rótburstuðu Bolton 5-0 í undanúrslitunum á Wembley í dag.

Toure: Við ætlum okkur að skrifa nýja sögu

Yaya Toure hetja Manchester City er ákveðin í því að vinna enska bikarinn í lok leiktíðarinnar. Toure skoraði eina mark leiksins í gær gegn erkifjendunum í Machester United, en markið kom eftir slæm varnarmistök hjá þeim rauðklæddu.

Ferdinand skýtur föstum skotum á Balotelli

Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, er ekki parsáttur með framkomu Mario Balotelli, leikmanni Machester City, eftir undanúrslitaleikinn í ensku bikarkeppninni í gær.

Manassero með stáltaugar en McIlroy brotnaði á ný

Margir eru nú farnir að efast um að Rory McIlroy geti staðið undir því álagi sem fylgir því að vera í efsta sæti á lokadegi atvinnumóts í golfi. Norður-Írinn klúðraði lokadeginum á Mastersmótinu um s.l. helgi með eftirminnilegum hætti þar sem hann var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn.

Wilshere er ekki aðeins fljótur - hann hleypur líka langt

Jack Wilshere leikmaður Arsenal er ekki aðeins góður i fótbolta því samkvæmt mælingum sem breska dagblaðið Daily Mail hefur framkvæmt í samstarfi við EA Sports er hann í sérflokki hvað varðar yfirferð og hraða í ensku úrvalsdeildinni. Niðurstöður mælinga sem gerðar voru á leiktíðinni voru birtar í dag og Wilshere er sá fljótasti í Arsenalliðinu og þar fyrir utan er hann sá sem hleypur mest í hverjum leik.

Ferguson segir að Scholes sé einn besti leikmaðurinn í sögu Man Utd

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að Paul Scholes sé einn besti leikmaður félagsins frá upphafi en hann eigi einnig það til að missa algjörlega stjórn á skapi sínu líkt og í leiknum í gær gegn Manchester City. Scholes fékk rautt spjald í leiknum um miðjan síðari hálfleik eftir ruddalega tæklingu þegar Man Utd var marki undir og eftir það var á brattann að sækja.

Hamilton: Einstök tilfinning að færa liðinu sigur

McLaren liðið og Lewis Hamilton tók ákveðna áhættu fyrir mótið í Sjanghæ í Kína varðandi keppnisáætlun og það skilaði gullinu í æsispennandi keppni. Hamilton sá við helsta keppinaut sínum í næst síðasta hring mótsins.

Hamilton vann æsispennandi Kína kappakstur

Lewis Hamilton á McLaren kom fyrstu í endmark í tilþrifamiklum kappakstri í Sjanghæ í Kína í dag. Sex ökumenn skiptust á að hafa forystu í mótinu, en Sebastian Vettel varð annar og Mark Webber þriðji, en báðir aka með Red Bull.

Messi og Ronaldo skoruðu báðir - Barcelona er enn með 8 stig forskot

Stórliðin Real Madrid og Barcelona áttust við í hinum eina sanna El Clasíco á Bernabeu vellinum í Madrid. Barcelona í kvöld. Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, skoruðu mörkin en leikurinn endaði 1-1. Það gekk mikið á í síðari hálfleik þar sem að Real Madrid missti mann af velli með rautt spjald en lokakafli leiksins var frábær þar sem Real Madrid var síst lakari aðilinn - manni færri. Fylgst var með gangi mála á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is. Barcelona er með 85 stig í efsta sæti deildarinnar en Real Madrid er í öðru sæti með 77 stig.

Sjá næstu 50 fréttir