Enski boltinn

Ótrúlegt jafntefli á Emirates - tvær vítaspyrnur í uppbótartíma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robin Van Persie og félagar hans í Arsenal þurfa á þrremur stigum að halda ætli liðið sér að vera með í baráttunni um enska meistaratitilinn.
Robin Van Persie og félagar hans í Arsenal þurfa á þrremur stigum að halda ætli liðið sér að vera með í baráttunni um enska meistaratitilinn. Nordic Photos/Getty Images
Arsenal og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag í hreint mögnuðum leik. Dómari leiksins dæmi tvær vítaspyrnur í uppbótatíma og liðin skildu því jöfn.

Robin van Persie skoraði fyrsta mark leiksins á 97.mínútu úr vítaspyrnu og allt leit út fyrir að hann yrði hetja Arsenal.

Liverpool menn voru ekki á sami máli og þeir geystust í sókn. Eboue braut klaufalega á Lucas og önnur vítaspyrna dæmd.Dirk Kuyt skoraði örugglega og bjargaði stigi fyrir Liverpool.

Arsenal er nú sex stigum á eftir Manchester United með 63 stig og útlitið er því orðið heldur dökkt fyrir lærisveins Wenger.

Fylgst var með gangi mála í leiknum á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is.

101.mín: MARK – 1-1
– Ótrúlegur endir á þessum leik. Liverpool fór strax í sókn eftir mark Arsenal og fékk einnig dæmda vítaspyrnu. Emmanuel Eboue braut klaufalega á Lucas Leiva, leikmanni Liverpool, og dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Dirk Kuyt skoraði af öryggi og jafnaði leikinn. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og titilvonir Arsenal manna minnkuðu mikið í dag.

97.mín: MARK – 1-0 – Robin van Persie skorar hér úr vítaspyrnu og er hetja Arsenal manna. Jay Spearing, leikmaður Liverpool, braut klaufalega á Fabregas og dómarinn dæmdi víti.

85.mín:
Robin van Persie, leikmaður Arsenal, var allt í einu sloppinn einn í gegn eftir frábæra stungusendingu frá Fabregas, en skot hann fór beint í Pepe Reina markvörð Liverpool.

80.mín:
Fátt markvert hefur átt sér stað í síðar hálfleik og leikurinn aldrei ná almennilegu flugi. Staðan er enn 0-0.

57.mín:
Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, varð fyrir slæmum meiðslum eftir samstuð og leikurinn var stöðvaður í nokkrar mínútur. Carragher var síðan borin útaf á börum og leit ekki vel út.

49. mín:
Suarez átti skot rétt framhjá. Liverpool koma sterkir til leiks í síðari hálfleik.

46. mín:
Emmanuel Eboue, leikmaður Arsenal, átti ágætt skot á mark Liverpool en Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, komst fyrir skotið og náði að bæja hættunni frá. Staðan er því 0-0 í hálfleik en markið liggur í loftinu hjá Arsenal.

28. mín: –
Fabregas átti skot framhjá eftir frábæran undirbúning hjá Robin van Persie. Spánverjinn hefði átt að gera betur, en Arsenal heldur áfram að þjarma að marki Liverpool.

16. mín: Arsenal byrjar leikinn mun betur og pressar stíft að marki Liverpool. Laurent Koscielny, leikmaður Arsenal, átti frábæran skalla í slánna og upp úr því náði Arsenal öðru skoti að marki Liverpool en boltinn virtist fara í höndina á Dirk Kuyt, leikmanni Liverpool. Arsenal hefði því hæglega getað fengið vítaspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×