Enski boltinn

Wilshere er ekki aðeins fljótur - hann hleypur líka langt

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jack Wilshere leikmaður Arsenal er ekki aðeins góður i fótbolta því samkvæmt mælingum sem breska dagblaðið Daily Mail hefur framkvæmt í samstarfi við EA Sports er hann í sérflokki hvað varðar yfirferð og hraða í ensku úrvalsdeildinni.
Jack Wilshere leikmaður Arsenal er ekki aðeins góður i fótbolta því samkvæmt mælingum sem breska dagblaðið Daily Mail hefur framkvæmt í samstarfi við EA Sports er hann í sérflokki hvað varðar yfirferð og hraða í ensku úrvalsdeildinni. Nordic Photos/Getty Images
Jack Wilshere leikmaður Arsenal er ekki aðeins góður i fótbolta því samkvæmt mælingum sem breska dagblaðið Daily Mail hefur framkvæmt í samstarfi við EA Sports er hann í sérflokki hvað varðar yfirferð og hraða í ensku úrvalsdeildinni. Niðurstöður mælinga sem gerðar voru á leiktíðinni voru birtar í dag og Wilshere er sá fljótasti í Arsenalliðinu og þar fyrir utan er hann sá sem hleypur mest í hverjum leik.

Mario Ballotelli framherji Manchester City og Gareth Bale hjá Tottenham eru þeir fljótustu í deildinni en þeir deila þeim titli með mörgum öðrum leikmönnum ef marka má mælingarnar. Þegar þeir ná mestum hraða eru þeir á 36 km/klst en til samanburðar var Usain Bolt frá Jamaíku á 44,72 km/klst hraða þegar hann setti heimsmetið í 100 m. hlaupi.

Raul Meireles leikmaður Liverpool er sá sem hleypur mest í hverjum leik en hann hleypur 13,04 km. í leik Gareth Barry hjá Man City hleypur mest í þeirra liði eða 12,7 km. í leik en hann er einnig sá sem fer hægast yfir – en mesti hraði hjá enska landsliðsmanninum er rétt um 30 km/klst.

Fulham, lið Eiðs Smára Guðjohnsen, er það lið sem hleypur mest allra liða í ensku úrvalsdeildinni. Samanlagt hlupu leikmenn Fulham alls 128 km. í leiknum gegn Manchester United á dögunum. Manchester United kemur þar næst í röðinni með 125,5 km en Wolves rekur lestina á þessu sviði með með 106 km. samanlagt í leik.



Nánar má lesa um málið í Daily Mail.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×