Enski boltinn

Toure: Við ætlum okkur að skrifa nýja sögu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Toure átti frábæran leik fyrir City gegn United í bikarnum. Mynd / Getty Images
Toure átti frábæran leik fyrir City gegn United í bikarnum. Mynd / Getty Images
Yaya Toure hetja Manchester City er ákveðin í því að vinna enska bikarinn í lok leiktíðarinnar. Toure skoraði eina mark leiksins í gær gegn erkifjendunum í Machester United, en markið kom eftir slæm varnarmistök hjá þeim rauðklæddu.



Toure segir að nú sé tími til komin að búa til nýja sögu hjá klúbbnum og hætta að velta sér upp úr gömlum afrekum.



„Ég er í frábærum klúbb og það var einstök tilfinning að skora sigurmarkið, en þetta var sigur liðsheildarinnar hjá okkur og allir leikmennirnir lögðu sig gríðarlega mikið fram“.



„Þessi hópur hefur aðeins verið saman eitt tímabil og við þurfum að stefna að því að verða heilsteyptari hópur eins og Manchester United hefur yfir að ráða, en það mun taka tíma.

Carlos Tevez, markahæsti leikmaður Manchester City, er að glíma við meiðsli og verður frá næstu misseri.



„Það er erfitt að vera án Carlos Tevez sem er okkar mesti markaskorari, en vonandi kemur hann fljótlega til baka. Við ætlum okkur að skrifa nýja sögu hjá félaginu og koma okkur í fremstu röð“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×