Stoke flaug í úrslitaleikinn Stefán Árni Pálsson skrifar 17. apríl 2011 14:45 Grétar Rafn Steinsson er hér í baráttunni gegn Matthew Etherington á Wembley í dag. Nordic Photos/Getty Images Stoke fór auðveldlega í úrslit enska bikarsins en þeir gerðu sér lítið fyrir og rótburstuðu Bolton 5-0 í undanúrslitunum á Wembley í dag. Leikmenn Bolton mættu hreinlega ekki til leiks og voru hreint út sagt skelfilegir í dag. Varnarleikur liðsins var ekki til eftirbreytni og Stoke fór því verðskuldað í úrslitaleikinn, en þar mæta þeir Manchester City. Matthew Etherington, Robert Huth og Kenwyne Jones skoruðu sitt markið hver en Jonathan Walters gerði síðustu tvö mörk leiksins. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton sem hafði ekki leikið til úrslita í ensku bikarkeppninni frá árinu 1958 þegar liðið lagði Man Utd 2-0 og það átti ekki eftir að breytast í dag. Stoke hafði þrívegis áður leikið í undanúrslitum en liðið hefur aldrei komist í úrslit fyrr en í dag.93.mín: Stoke er komið í úrslitaleik enska bikarsins og mæta þar Manchester City. Alveg frá fyrstu mínútu var augljóst í hvert stefndi. Bolton menn áttu sennilega sinn allra versta leik á tímabilinu.81.mín: MARK – 5-0 - Þetta ætlar engan enda að taka. Jonathan Walters skorar hér fimmta mark Stoke, en það er hreinlega verið að niðurlægja Bolton í dag. Kenwyne Jones óð upp hægri kantinn, átti fína fyrirgjöf sem rataði á Walters sem skaut boltanum laglega í mark Bolton. Varnarmenn Bolton hafa hreinalega verið eins og keilur í leiknum og ekki gert nokkuð skapaðan hlut.67.mín: MARK – 4-0 – Martröð Bolton heldur áfram en Stoke var rétt í þessu að skora sitt fjórða mark í leiknum. Jonathan Walters, leikmaður Stoke, dansaði framhjá varnarmönnum Bolton og skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig. Jussi Jaaskelainen hefði getað gert betur í markinu, en það er ekkert með Bolton í dag.45.mín: Leikmenn Bolton eru sennilega fegnir því að vera komnir inn í búningsklefa, en leikur þeirra hefur verið hreint út sagt skelfilegur. 3-0 í hálfleik og ekkert bendir til þess að Bolton eigi einhver svör.28.mín: MARK 3-0 – Það er verið að slátra Bolton á Wembley í dag. Eftir aðeins hálftíma leik er staðan orðin 3-0 fyrir þá rauðu. Jermaine Pennant óð upp hægri kantinn alveg óáreittur, sendi boltann inn fyrir vörn Bolton á Kenwyne Jones sem stýrði boltanum framhjá Jaaskelainen í markinu. Vörn Bolton er hreinlega í molum.17.mín: MARK 2-0 – Frábær byrjun hjá Stoke en þeir eru komnir í 2-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Enn og aftur er vandræðagangur í vörn Bolton. Boltinn barst til Robert Huth eftir skelfilega tilraun varnamanns Bolton til að hreinsa boltann frá hættusvæði og Huth þrumaði boltanum í netið af svipuðum stað og Matthew Etherington gerði í fyrra markinu. Róðurinn verður erfiður fyrir Bolton eftir svona byrjun.11. mín : MARK 1-0 - Stoke byrjar leikinn heldur betur vel en Matthew Etherington skoraði virkilega glæsilegt mark með skoti rétt fyrir utan vítateig. Mikill darraðardans var í vörn Bolton sem endaði með því að liðið missti boltann frá sér á stórhættulegum stað sem Etherington náði að nýta sér og skaut boltanum óverjandi framhjá Jussi Jaaskelainen í marki Bolton. Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira
Stoke fór auðveldlega í úrslit enska bikarsins en þeir gerðu sér lítið fyrir og rótburstuðu Bolton 5-0 í undanúrslitunum á Wembley í dag. Leikmenn Bolton mættu hreinlega ekki til leiks og voru hreint út sagt skelfilegir í dag. Varnarleikur liðsins var ekki til eftirbreytni og Stoke fór því verðskuldað í úrslitaleikinn, en þar mæta þeir Manchester City. Matthew Etherington, Robert Huth og Kenwyne Jones skoruðu sitt markið hver en Jonathan Walters gerði síðustu tvö mörk leiksins. Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton sem hafði ekki leikið til úrslita í ensku bikarkeppninni frá árinu 1958 þegar liðið lagði Man Utd 2-0 og það átti ekki eftir að breytast í dag. Stoke hafði þrívegis áður leikið í undanúrslitum en liðið hefur aldrei komist í úrslit fyrr en í dag.93.mín: Stoke er komið í úrslitaleik enska bikarsins og mæta þar Manchester City. Alveg frá fyrstu mínútu var augljóst í hvert stefndi. Bolton menn áttu sennilega sinn allra versta leik á tímabilinu.81.mín: MARK – 5-0 - Þetta ætlar engan enda að taka. Jonathan Walters skorar hér fimmta mark Stoke, en það er hreinlega verið að niðurlægja Bolton í dag. Kenwyne Jones óð upp hægri kantinn, átti fína fyrirgjöf sem rataði á Walters sem skaut boltanum laglega í mark Bolton. Varnarmenn Bolton hafa hreinalega verið eins og keilur í leiknum og ekki gert nokkuð skapaðan hlut.67.mín: MARK – 4-0 – Martröð Bolton heldur áfram en Stoke var rétt í þessu að skora sitt fjórða mark í leiknum. Jonathan Walters, leikmaður Stoke, dansaði framhjá varnarmönnum Bolton og skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig. Jussi Jaaskelainen hefði getað gert betur í markinu, en það er ekkert með Bolton í dag.45.mín: Leikmenn Bolton eru sennilega fegnir því að vera komnir inn í búningsklefa, en leikur þeirra hefur verið hreint út sagt skelfilegur. 3-0 í hálfleik og ekkert bendir til þess að Bolton eigi einhver svör.28.mín: MARK 3-0 – Það er verið að slátra Bolton á Wembley í dag. Eftir aðeins hálftíma leik er staðan orðin 3-0 fyrir þá rauðu. Jermaine Pennant óð upp hægri kantinn alveg óáreittur, sendi boltann inn fyrir vörn Bolton á Kenwyne Jones sem stýrði boltanum framhjá Jaaskelainen í markinu. Vörn Bolton er hreinlega í molum.17.mín: MARK 2-0 – Frábær byrjun hjá Stoke en þeir eru komnir í 2-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Enn og aftur er vandræðagangur í vörn Bolton. Boltinn barst til Robert Huth eftir skelfilega tilraun varnamanns Bolton til að hreinsa boltann frá hættusvæði og Huth þrumaði boltanum í netið af svipuðum stað og Matthew Etherington gerði í fyrra markinu. Róðurinn verður erfiður fyrir Bolton eftir svona byrjun.11. mín : MARK 1-0 - Stoke byrjar leikinn heldur betur vel en Matthew Etherington skoraði virkilega glæsilegt mark með skoti rétt fyrir utan vítateig. Mikill darraðardans var í vörn Bolton sem endaði með því að liðið missti boltann frá sér á stórhættulegum stað sem Etherington náði að nýta sér og skaut boltanum óverjandi framhjá Jussi Jaaskelainen í marki Bolton.
Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira