Enski boltinn

Bale bestur og Wilshere efnilegastur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gareth Bale, leikmaður Tottenham.
Gareth Bale, leikmaður Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Tottenham, var í gærkvöldi útnefndur besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af leikmönnum deildarinnar.

Jack Wilshere, Arsenal, var valinn sá efnilegastur en Bale var reyndar einnig tilnefndur í þeim flokki. Bale er 21 árs og Wilshere nítján ára.

Sex aðrir leikmenn voru tilefndir í flokki þeirra bestu en Samir Nasri, Arsenal, varð annar í kjörinu og Carlos Tevez hjá Manchester City þriðji.

Bale er fjórði leikmaðurinn frá Wales sem hlýtur þessa nafnbót. Hinir eru Ian Rush, Mark Hughes og Ryan Giggs. Bale hefur blómstrað á tímabilinu og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Tottenham á tímabilinu, bæði í ensku úrvalsdeildinni sem og Meistaradeild Evrópu.

„Ég er afar glaður. Þetta eru stór og mikil verðlaun og mikill heiður að fá þau, sérsatklega frá öðrum leikmönnum.“

Howard Webb, dómari, fékk einnig verðlaun frá leikmannasamtökunum fyrir störf sín á árinu en hann dæmdi í sumar úrslitaleikinn á HM í Suður-Afríku.

Þá var einnig valið úrvalslið deildarinnar:

Markvörður:

Edwin van der Sar, Manchester United

Varnarmenn:

Bacary Sagna, Arsenal

Nemanja Vidic, Manchester United

Vincent Kompany, Mancheser City

Ashley Cole, Chelsea

Miðvallarleikmenn:

Nani, Manchester United

Jack Wilshere, Arsenal

Samir Nasri, Arsenal

Gareth Bale, Tottenham

Sóknarmenn:

Carlos Tevez, Manchester City

Dimitar Berbatov, Manchester United




Fleiri fréttir

Sjá meira


×