Enski boltinn

Ferguson segir að Scholes sé einn besti leikmaðurinn í sögu Man Utd

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Paul Scholes fékk rautt spjald í leiknum gegn Manchester City.
Paul Scholes fékk rautt spjald í leiknum gegn Manchester City. Nordic Photos/Getty Images
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að Paul Scholes sé einn besti leikmaður félagsins frá upphafi en hann eigi einnig það til að missa algjörlega stjórn á skapi sínu líkt og í leiknum í gær gegn Manchester City. Scholes fékk rautt spjald í leiknum um miðjan síðari hálfleik eftir ruddalega tæklingu þegar Man Utd var marki undir og eftir það var á brattann að sækja.

„Við höfum séð það í gegnum árin að Scholes á frábær augnablik en hann á einnig það til að gera hluti sem hann á ekki að gera. Hann sparkaði í mjöðmina á mótherjanum," sagði Ferguson en hann vildi ekki meina að rauða spjaldið hjá Scholes hafi gert út um leikinn.

„Það voru fyrstu 15 mínúturnar í síðari hálfleik sem voru okkur erfiðar. Edwin (van der Sar) átti slæma sendingu frá markinu og Michael Carrick náði ekki stjórn á boltanum. Ég var alveg viss um það að það lið sem myndi skora fyrst myndi sigra," sagði Ferguson en hann vonast til þess að leikmenn liðsins verði búnir að jafna sig fyrir leikinn gegn Newcastle í úrvalsdeildinni á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×