Hamilton heppinn að komast á ráslínuna á leið sinni til sigurs 17. apríl 2011 20:21 Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sigur Lewis Hamilton í dag í Sjanghæ í Kína stöðvaði sigurgöngu Sebastian Vettel í Formúlu 1. Vettel hafði unnið bæði mót ársins, og auk þess tvö síðustu mót síðasta keppnistímabils á leið sinni til meistaratitilsins. Horfur eru á því að sömu fimm ökumenn og börðust um meistaratitilinn í fyrra verði í titilbaráttunni á þessu ári. Auk Vettels og Hamilton, þeir Jenson Button, Mark Webber og Fernando Alonso. Þá er spurning hvort Michael Schumacher, Nico Rosberg og Felipe Massa geti blandað sér í slag um sigur í einstökum mótum. Hamilton var lánsamur fyrir ræsingu mótsins í dag, sökum þess að hann rétt náði að komst á ráslínuna, eftir að undirbúningur McLaren liðsins gekk ekki sem skyldi. Ökumenn eiga vera mættir með bíla sína á réttan rásstað 15 mínútum fyrir ræsingu. Hamilton rétt náði þessu marki og munaði 30 sekúndum á því að hann þyrfti að ræsa af stað af þjónustusvæðinu. Þá hefði hann vart náð að skáka Vettel og Red Bull. "Fyrir ræsinguna, þá sat ég í bílnum (í bílskýlinu), en hann fór ekki í gang. Ég vildi ekki stressa samstarfsmenn mína og vildi vera rólegur. En loks þegar ég gat yfirgefið bílskýlið þá fylgdist ég með ljósinu sem segir til um hvort keyra megi inn á brautina. Ég vonaði að það yrði ekki rautt og það gerðist ekki. Ég hef aldrei verið svona tæpur", sagði Hamilton um hasarinn þegar hann kom sér á ráslínuna. Hann ók á rásstaðinn og ræsti þriðji af stað og komst strax framúr Vettel ásamt Jenson Button, sem leiddi mótið til að byrja með. McLarlren liðið hagaði sinni keppnisáætlun betur og tók 3 þjónustuhlé og nýttu dekkin til fullnustu. "Það er sjaldgæft að upplifa baráttu eins og í dag. Ég varð að hugsa um hugsa og meta stöðuna og ég elska svona viðureign og að fara framúr keppinautum er sætt", sagði Hamilton. Hann fór framúr mörgum bílum á lokasprettinum og var sjóðheitur þegar hann lagðist til atlögu við Vettel. Sá raunverulega við honum á óvenjulegum stað, sem trúlega hefur komið Vettel í opna skjöldu. Vettel var í vandræðum með slitinn dekk. "Það var erfitt að komast framhjá Sebastian, þó hann væri farinn að hægja ferðina. Hann hélt sínu og ég vildi komast framúr honum annars staðar en á beinasta kaflanum. Ég bjóst ekki við því að komast framúr honum, þar sem það gerðist. Ég lét vaða og það tókst", sagði Hamilton. Formúlu 1 mótaröðin færist nú til Evrópu, eftir mót á fjarlægum slóðum fyrir keppnislið, sem öll eru staðsett í Evrópu, flest í Englandi. "Ef horft er á þessu fyrstu mót, þá er magnað að vera á bíl sem er samkeppnisfær. Við þurfum að minnka gæðalegt forskot Red Bull", sagði Hamilton. "Við vorum með betri keppnisáætlun en Red Bull í dag og við munum keppa af hörku í mótunum í Evrópumótunum. Ég er stoltur og þetta er einn af þremur bestu mótssigrum mínum á ferlinum, auk Silverstone og Mónakó 2008. Ég vaki og sofi til að sigra. Elska að vinna og gæti verið hamingjusamari", sagði Hamilton. Formúla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sigur Lewis Hamilton í dag í Sjanghæ í Kína stöðvaði sigurgöngu Sebastian Vettel í Formúlu 1. Vettel hafði unnið bæði mót ársins, og auk þess tvö síðustu mót síðasta keppnistímabils á leið sinni til meistaratitilsins. Horfur eru á því að sömu fimm ökumenn og börðust um meistaratitilinn í fyrra verði í titilbaráttunni á þessu ári. Auk Vettels og Hamilton, þeir Jenson Button, Mark Webber og Fernando Alonso. Þá er spurning hvort Michael Schumacher, Nico Rosberg og Felipe Massa geti blandað sér í slag um sigur í einstökum mótum. Hamilton var lánsamur fyrir ræsingu mótsins í dag, sökum þess að hann rétt náði að komst á ráslínuna, eftir að undirbúningur McLaren liðsins gekk ekki sem skyldi. Ökumenn eiga vera mættir með bíla sína á réttan rásstað 15 mínútum fyrir ræsingu. Hamilton rétt náði þessu marki og munaði 30 sekúndum á því að hann þyrfti að ræsa af stað af þjónustusvæðinu. Þá hefði hann vart náð að skáka Vettel og Red Bull. "Fyrir ræsinguna, þá sat ég í bílnum (í bílskýlinu), en hann fór ekki í gang. Ég vildi ekki stressa samstarfsmenn mína og vildi vera rólegur. En loks þegar ég gat yfirgefið bílskýlið þá fylgdist ég með ljósinu sem segir til um hvort keyra megi inn á brautina. Ég vonaði að það yrði ekki rautt og það gerðist ekki. Ég hef aldrei verið svona tæpur", sagði Hamilton um hasarinn þegar hann kom sér á ráslínuna. Hann ók á rásstaðinn og ræsti þriðji af stað og komst strax framúr Vettel ásamt Jenson Button, sem leiddi mótið til að byrja með. McLarlren liðið hagaði sinni keppnisáætlun betur og tók 3 þjónustuhlé og nýttu dekkin til fullnustu. "Það er sjaldgæft að upplifa baráttu eins og í dag. Ég varð að hugsa um hugsa og meta stöðuna og ég elska svona viðureign og að fara framúr keppinautum er sætt", sagði Hamilton. Hann fór framúr mörgum bílum á lokasprettinum og var sjóðheitur þegar hann lagðist til atlögu við Vettel. Sá raunverulega við honum á óvenjulegum stað, sem trúlega hefur komið Vettel í opna skjöldu. Vettel var í vandræðum með slitinn dekk. "Það var erfitt að komast framhjá Sebastian, þó hann væri farinn að hægja ferðina. Hann hélt sínu og ég vildi komast framúr honum annars staðar en á beinasta kaflanum. Ég bjóst ekki við því að komast framúr honum, þar sem það gerðist. Ég lét vaða og það tókst", sagði Hamilton. Formúlu 1 mótaröðin færist nú til Evrópu, eftir mót á fjarlægum slóðum fyrir keppnislið, sem öll eru staðsett í Evrópu, flest í Englandi. "Ef horft er á þessu fyrstu mót, þá er magnað að vera á bíl sem er samkeppnisfær. Við þurfum að minnka gæðalegt forskot Red Bull", sagði Hamilton. "Við vorum með betri keppnisáætlun en Red Bull í dag og við munum keppa af hörku í mótunum í Evrópumótunum. Ég er stoltur og þetta er einn af þremur bestu mótssigrum mínum á ferlinum, auk Silverstone og Mónakó 2008. Ég vaki og sofi til að sigra. Elska að vinna og gæti verið hamingjusamari", sagði Hamilton.
Formúla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira