Fleiri fréttir

Umfjöllun: Valur glutraði niður unnum leik gegn ÍBV

Eyjamenn fengu sín fyrstu stig í Pepsi-deild karla í kvöld eftir 1-1- jafntefli við Val að Hlíðarenda í kvöld. Eyjamenn geta verið virkilega sáttir með stigið enda léku þeir manni færri meginþorrann af leiknum.

Alonso: Verðum að vinna mót

Spánverjinn Fernando Alonso klúðraði gullnu tækifæri á góðum árangri á götum Mónakó um helgina, þegar hann keyrði á vegg á lokaæfingu fyrir tímatökuna. Hann gat ekki tekið þátt í tímatökunni og ræsti í 24 sæti af stað og vann sig upp í sjötta sæti.

Portsmouth vill halda James

Portsmouth hefur staðfest að félagið hafi gert David James markverði óformlegt tilboð um að vera áfram í herbúðum félagsins.

Renault á möguleika á sigri

Eric Bouiller hjá Renault telur að lið hans sé farið að standa nærri Ferrari og framar Mercedes eftir góða frammistöðu Robert Kubica í mótinu í Mónakó í gær.

Pepsi-mörkin endursýnd í kvöld

Markaþáttur Stöðvar 2 Sports um Pepsi-deild karla frá því í gærkvöldi verður endursýndur fyrir beina útsendingu frá viðureign Grindavíkur og Keflavíkur í kvöld.

Selfoss fyrsta liðið á fyrsta ári til að vinna á KR-vellinum

Selfyssingar unnu sögulegan sigur á KR-ingum á KR-vellinum í gær. Þeir urðu þar með fyrsta liðið á sínu fyrsta ári í efstu deild sem nær að vinna sinn fyrsta leik í Frostaskjólinu. KR-ingar tóku völlinn í notkun 1984 og síðan þá höfðu tíu félög komist upp í efstu deild í fyrsta sinn.

Advocaat tekur við Rússum

Hollendingurinn Dick Advocaat verður næsti landsliðsþjálfari Rússlands og tekur hann við starfinu af landa sínum, Guus Hiddink.

Hleb vill fara aftur til Barcelona

Alexander Hleb vill snúa aftur til Barcelona og berjast fyrir sínu sæti þar en hann hefur verið í láni hjá Stuttgart í Þýskalandi í vetur.

Engin krísa hjá KR

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að það sé engin krísa í herbúðum KR þrátt fyrir að liðið sé aðeins eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í Pepsi-deild karla.

Red Bull vill halda í blómstrandi Webber

Mark Webber hefur trúlega innsiglað framtíð sína með Red Bull liðinu austurríska eftir tvo sigra í röð, en hann er efstur í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel.

FCK tapaði fyrsta bronsleiknum

FCK tapaði í gær fyrir Bjerringbro-Silkeborg á útivelli, 30-27, í fyrstu viðureign liðanna um bronsverðlaun dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Toppliðin unnu öll í Þýskalandi

Lítið breyttist í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta um helgina nema að Rhein-Neckar Löwen og Göppingen eru nú í mjög góðri stöðu í baráttunni um síðustu Evrópusætin.

Boston komið í 1-0

Boston Celtics er komið í 1-0 í einvígi sínu gegn Orlando Magic í úrslitum Austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

Heimir: Sanngjarn sigur

„Mér fannst það alltaf liggja í loftinu að við gætum skorað í þessum leik. Við gerðum það og unnum þetta sanngjarnt 1-0," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 1-0 sigurinn á Haukum í kvöld.

Logi: Viðurkenni fúslega að við vorum slakir

„Þetta var mjög slæmur ósigur hjá okkur og ég viðurkenni fúslega að við vorum slakir í dag,“ sagði Logi Ólafsson eftir tap sinna manna á heimavelli fyrir Selfossi 1-2 í kvöld.

Ingólfur: Veit ekki hver stuðullinn var á Lengjunni

„Ég veit ekki hver stuðullinn var á Lengjunni en þetta er vissulega gríðarlega óvæntur sigur. Það var ótrúlega stemmning í hópnum fyrir leikinn og við trúðum því að við gætum náð sigri,“ sagði Ingólfur Þórarinsson miðjumaður hjá Selfossi sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild úr víti í 1-2 sigri Selfoss á KR í kvöld.

Bjarni Jóhannsson: Klúðruðum þessu í lokin

„Þetta var baráttuleikur. Við vorum slappir í byrjun en mér fannst þetta vera koma í seinni hálfleik þar sem við áttum skot í stöng og slá en afdrifarík mistök af okkar hálfu kostuðu okkur stig hér í kvöld. Það hefði verið ljúft að taka stig," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnurnar, eftir leik liðsins gegn Fylki í kvöld en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna.

Ásgeir Börkur: Það kemur enginn hingað og tekur stig

„Ég er mjög ánægður með þetta. Frábært að vinna fyrsta heimaleikinn og við ætlum að gera þetta að gryfju í sumar. Það kemur enginn hingað og tekur stig, það er alveg á hreinu," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, eftir 3-1 sigur Fylkis gegn Stjörnunni í annari umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Umfjöllun: Baráttuglaðir Fylkismenn kláruðu Stjörnuna

Fylkir sigraði Stjörnuna í fyrsta heimaleik þeirra í sumar en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna. Leikurinn var frábær skemmtun og baráttan allsráðandi í Árbænum. Fylkir reyndust sterkari undir lokin og kláruðu leikinn á síðustu tuttugu mínútunum.

Schumacher dæmdur brotlegur, Mercedes áfrýjar

Dómarar Formúlu 1 mótsins í Mónakó dæmdu Michael Schumacher á Merceedes brotlegan í brautinni eftir keppnina, en hann fór framúr Fernando Alonso í síðustu beygjunni, eftir endurræsingu í blálokin. Dómara telja að Schumacher hafi brotið keppnisreglur og Alonso kvaðst vera með það á hreinu líka.

Ledley King framlengir hjá Tottenham

Ledley King, fyrirliði Tottenham, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum til ársins 2012. Þessi 29 ára miðvörður átti mjög gott tímabil með Tottenham.

Þjálfari Sampdoria: Jafnast á við meistaratitilinn

Það voru ekki bara stuðningsmenn Inter sem höfðu ástæðu til að fagna eftir lokaumferðina á Ítalíu í dag. Sampdoria er komið aftur í Evrópukeppni eftir átján ára bið en liðið endaði í fjórða sæti og verður í Meistaradeildinni næsta tímabil.

Chelsea vill Luka Modric

Chelsea vill fá miðjumanninn króatíska Luka Modric frá Tottenham. Modric er ofarlega á óskalista Chelsea sem talið er tilbúið að reiða fram háar fjárhæðir fyrir leikmanninn.

SönderjyskE hélt sæti sínu þrátt fyrir tap

SönderjyskE náði að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni en lokaumferðin fór fram í dag. Liðið tapaði fyrir FC Köbenhavn 3-1 en það kom þó ekki að sök því önnur úrslit voru því hagstæð.

Annar sigur Webbers í röð

Ástralinn Mark Webber vann góðan og öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í dag á Red Bull. Hann kom á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Webber vann á Spáni um síðustu helgi.

Sjá næstu 50 fréttir