Fleiri fréttir

Dagur spáir að Ísland og Frakkland mætist aftur í úrslitum

Dagur Sigurðsson spáir Íslandi góðu gengi á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem hefst í Austurríki í næstu viku. Sjálfur er Dagur landsliðsþjálfari Austurríkis og sagði að það gæti brugðið til beggja vona hjá sínum mönnum.

Magnus Andersson missti starfið þegar hann var í fríi í Tælandi

Magnus Andersson, fyrrum þjálfari danska handboltaliðsins FCK Kaupmannahöfn, var staddur í frí í Tælandi þegar hann frétti af því að hann væri búinn að missa starfið sitt. Andersson verður ekki lengur þjálfari liðsins eftir þetta tímabil í kjölfar þess að AG Håndbold yfirtefur FCK.

FH og Sundsvall í viðræðum um Sverri

Ágætar líkur eru á því að Sverrir Garðarsson muni spila með FH í sumar en hann er á mála hjá sænska félaginu GIF Sundsvall eins og er.

Þorbjörn og Siggi Sveins: Skiptum Icesave út fyrir EM í handbolta

Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari og Sigurður Valur Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður, voru báðir gestir í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem þeir ræddu um íslenska handboltalandsliðið sem er á leiðinni á EM í Austurríki. Þeir félagar eru báðir bjartsýnir á gengi liðsins og spá liðinu inn í undanúrslit.

Real Madrid á eftir 18 ára strák hjá Racing Santander

Sergio Canales, hefur slegið í gegn með Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni í vetur og nú vill stórliðið Real Madrid endilega kaupa þennan átján ára strák sem skoraði meðal annars tvö mörk á móti Sevilla um síðustu helgi.

Þorbjörn Jensson: Ólafur er betri en bæði Logi og Aron

Þorbjörn Jensson, fyrrum landsliðsþjálfari, var gestur Morgunútvarps Rásar 2 í morgun og tjáði sig um íslenska handboltalandsliðið sem er á leiðinni á EM í Austurríki. Þorbjörn sagðist hafa vera mjög ánægður með að sjá FH-inginn Ólaf Guðmundsson í hópnum.

Dimitar Berbatov bestur í Búlgaríu í sjötta sinn

Dimitar Berbatov, framherji Manchester United, var í gær kosinn besti knattspyrnumaður Búlgaríu í sjötta sinn á ferlinum en hann setti með því nýtt met í þessu árlega kjöri. Berbatov hafði betur en Stilian Petrov hjá Aston Villa og Blagoy Georgiev hjá Terek Grozny sem komu í næstu sætum.

José Mourinho reynir við Steven Gerrard í þriðja sinn

Ítalska liðið Internazionale hefur mikinn áhuga á að kaupa Steven Gerrard frá Liverpool í sumar. Þetta verður þá í þriðja sinn sem José Mourinho,þjálfari Inter, reynir við enska landsliðsmiðjumanninn en Mourinho reyndi í tvígang að fá Gerrard til Chelsea á sínum tíma.

Harry Redknapp: Skattavandræðin munu ekki hafa nein áhrif

Harry Redknapp hefur ekki áhyggjur af því að skattavandræði sín komi til með að hafa áhrif á starf sitt sem stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Redknapp hefur verið kærður fyrir skattasvindl en segist vera alsaklaus.

Ægir Þór fyrstur Íslendinga til að ná 30-10 tvennu í vetur

Ægir Þór Steinarsson, 18 ára leikstjórnandi Fjölnisliðsins, átti frábæran leik með liði sínu í óvæntum 111-109 sigri á Grindavík í framlengdum leik í Röstinni í Grindavík í Iceland Express deild karla í körfubolta í gærkvöldi.

Guus Hiddink vill endilega komast aftur til Englands

Hollendingurinn Guus Hiddink gerði frábæra hluti með Chelsea í fyrravetur þegar hann tók við liðinu af Luiz Felipe Scolari á miðju tímabili og nú vil hann hætta með rússneska landsliðið og komastað hjá liði í ensku úrvalsdeildinni.

Hamar þriðja kvennaliðið til að bæta við sig erlendum leikmanni

Það er ljóst að samkeppnin er að harðna í Iceland Express deild kvenna eftir að þrjú af átta liðum deildarinnar hafa bætt við sig erlendum leikmanni á síðustu vikum. Hamar hefur nú bæst í hóp með Haukum og Grindavík því Julia Demirer er á leiðinni aftur til liðsins.

Torres pirraður: Liverpool verður að kaupa heimsklassaleikmenn

Fernando Torres, framherji Liverpool, hefur skorað á ameríska eigendur félagsins að bæta heimsklassamönnum við leikmannahópinn en gengi Liverpool hefur verið hörmulegt í vetur. Torres verður ekkert með næstu sex vikurnar vegna meiðsla á hné.

Micah Richards: Mancini getur gert mig að frábærum leikmanni

Varnarmaðurinn Micah Richards skoraði eftirminnilegt mark í 4-1 sigri Manchester City á Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn. Richards segir að Roberto Mancini, stjóri liðsins, hafi sagt sér að hann ætli að gera sig að frábærum leikmanni en Richards er aðeins 21 árs gamall.

Rafael Benítez fær að klára tímabilið með Liverpool

Stjórn Liverpool hefur ekki misst trúna á stjóra sínum Rafael Benítez þrátt fyrir hörmulegt gengi liðsins og harða gagnrýni sem Spánverjinn hefur orðið fyrir í breskum fjölmiðlum. Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni og bikarkeppnunum báðum auk þess sem staða liðsins í deildinni er allt annað en góð.

Paul Hart hættur hjá QPR eftir aðeins fimm leiki

Paul Hart er hættur sem stjóri Queens Park Rangers eftir aðeins fimm leiki í starfi og ástæðan er sögð vera vandamál í samskiptum við leikmenn. Hart er sjötti stjórinn sem hættir hjá QPR síðan að Flavio Briatore gerðist stjórnarformaður féalgins seint á árinu 2007.

Nýliði hjá Utah tryggði liðinu sigur á Cleveland í nótt

Nýliðinn Sundiata Gaines tryggði Utah Jazz 97-96 sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en leikið var á Salt Lake City. Gaines skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti um leið og klukkan rann út en þetta var fyrsta þriggja stiga karfan hans á NBA-ferlinum.

Løke fær að spila á EM

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur endurskoðað þá ákvörðun sína að meina norska línumanninum Frank Løke að spila með Norðmönnum á EM.

Hansen ætlar að halda kjafti á EM

Danska stórskyttan, Mikkel Hansen, mun ekki verða fyrirferðamikill í dönskum fjölmiðlum eftir leiki liðsins á EM. Hann hefur nefnilega ákveðið að gefa ekki nein viðtöl eftir leiki Dana.

Helgi afgreiddi sína gömlu félaga

Gunnlaugur Jónsson fer ekki vel af stað sem þjálfari Vals því liðið tapaði opnunarleik sínum í Reykjavíkurmótinu gegn Víkingi.

Úr pólsku deildinni í EM-hóp Dana

Leikstjórnandinn Henrik Knudsen verður með Dönum á EM í Austurríki í næstu viku en það kom mörgum á óvart þegar að landsliðsþjálfarinn Ulrik Wilbek valdi hann í landsliðið í síðasta mánuði.

FH lá fyrir Lindesberg

Karlalið FH í handknattleik er í Svíþjóð þessa dagana þar sem það tekur þátt í æfingarmóti í Eskilstuna.

Gensheimer valinn á kostnað Klein - Hens ekki með

Uwe Gensheimer var í dag valinn í þýska landsliðshópinn sem fer á EM í Austurríki sem hefst í næstu viku. Heiner Brand landsliðsþjálfari ákvað að velja hann á kostnað Dominik Klein.

Gylfi meiddist gegn Liverpool í gær en er ekki brotinn

Gylfi Þór Sigurðsson meiddist á rist í gær þegar Reading sló Liverpool út úr ensku bikarkeppninni. Þegar Gylfi vaknaði í morgun átti hann erfitt með að stíga í fótinn en eftir læknisskoðun kom í ljós að hann er óbrotinn.

Baptista í viðræðum við Inter

Brasilíski framherjinn Julio Baptista er í viðræðum við Ítalíumeistara Inter og vonast umboðsmaður hans til þess að leikmaðurinn verði farinn til Inter innan tveggja vikna.

Guðjón Valur er svo sannarlega á heimavelli í Höllinni

Það spila fáir landsliðsmenn betur í Laugardalshöllinni en einmitt Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði 9 mörk úr 12 skotum í gær í tíu marka sigri Strákanna okkar á Portúgal í kveðjuleik sínum fyrir EM í Austurríki.

Þjóðverjar unnu Brasilíu

Þýskaland lék í gær sinn síðasta leik fyrir EM í handbolta sem hefst í Austurríki í næstu viku. Þjóðverjar unnu þá öruggan sigur á Brasilíu í Mannheim, 34-22.

Torres, Gerrard og Benayoun meiddust allir á móti Reading

Liverpool-mennirnir Fernando Torres, Steven Gerrard og Yossi Benayoun meiddust allir í gær og verða ekki með enska liðinu næstu vikurnar. Þessar slæmu fréttir eru ekki til að létta brúnina á stuðningsmönnum Liverpool daginn eftir að liðið féll út úr enska bikarnum fyrir b-deildarliðinu Reading.

Ronnie Whelan fyrrum hetja Liverpool: Benitez verður að fara núna

Ronnie Whelan, fyrrum hetja Liverpool, segir að núna sé tími fyrir Rafa Benitez, stjóra Liverpool, að yfirgefa Anfield. Liverpool tapaði 1-2 á heimavelli á móti B-deildarliði Reading í enska bikarnum í gærkvöldi og er jafnframt dottið úr Meistaradeildinni og enska deildarbikarnum. Staðan í deildinni er ekki björt því Liverpool er bara í 7. sæti fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.

Hattarmenn bæta við sig tveimur erlendum mönnum fyrir kvöldið

1. deildarlið Hattar hefur styrkt sig fyrir seinni hluta tímabilsins en Bandaríkskur bakvörður og pólskur miðherji hafa gert tveggja mánaða samning við félagið. Höttur mætir Þór Akureyri á heimavelli í kvöld í mikilvægum leik í neðri hluta 1. deildarinnar.

Lampard, Terry og Cole munu keppast um stjórastöðu Chelsea

Frank Lampard er búinn að skrá sig á þjálfaranámskeið í vor ásamt félögum sínum í Chelsea-liðinu John Terry og Ashley Cole. Hann grínaðist með það í viðtali að þeir þrír myndu síðan keppast um að verða á undan að gerast stjóri Chelsea.

Er Heather Ezell að senda valnefndinni skilaboð?

Heather Ezell, bandaríski leikstjórnandinn hjá Haukum, hefur átt frábært tímabil með liðinu en var engu að síður ekki kosin besti leikmaður fyrri hlutans í Iceland Express deild kvenna. Miðað við frammistöðu hennar í fyrstu tveimur leikjunum á nýju ári er eins og hún sé að senda valnefnd KKÍ smá skilaboð.

Sjá næstu 50 fréttir