Fótbolti

Eiður Smári kom inn á og Mónakó vann góðan sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen minnti á sig í kvöld.
Eiður Smári Guðjohnsen minnti á sig í kvöld. Mynd/AFP

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 57. mínútu og hjálpaði Mónakó að vinna 2-0 sigur á Sochaux í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíumaðurinn skoraði bæði mörk Mónakó á síðustu sex mínútum leiksins.

Eiður Smári stóð sig vel í leiknum og var oft á tíðum mjög vikur í spili liðsins. Eiður fékk mjög gott færi í stöðunni 0-0 en tókst ekki að skora sitt fyrsta deildarmark.

Eiður Smári átti síðan þátt í seinna marki Mónakó-liðsins en hann var aðalmaðurinn í spili liðsins áður en boltinn barst til Nene sem er nú orðinn markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar eftir þessi tvö mörk sín í leiknum í kvöld.

Eiður Smári kom alls 18 sinnum við boltann á þeim 33 mínútum sem hann spilaði og 14 af 15 sendingum hans í leiknum heppnuðust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×