Enski boltinn

Markalaust hjá Aston Villa og West Ham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Young og Mark Noble berjast um boltann í leiknum í dag.
Ashley Young og Mark Noble berjast um boltann í leiknum í dag. Mynd/AFP
Astion Villa náði aðeins einu stigi á heimavelli á móti West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og Villa-menn þurfa að sýna meira ætli þeir sér að vera í hópi bestu liðanna.

Aston Villa er í 6. sæti deildarinnar eftir leikinn, tveimur stigum á eftir Manchester City sem er í 5. sætinu. West Ham fór upp í 16. sætið með því að krækja í þetta stig á útivelli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×