Handbolti

Aðeins einn magnaður sigur á móti Frökkum í 11 leikjum frá 2002

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir sjást hér fagna síðasta sigri á Frökkum á HM 2007.
Strákarnir sjást hér fagna síðasta sigri á Frökkum á HM 2007. Mynd/AFP

Íslenska handboltalandsliðið mætir Frökkum klukkan 15.30 í dag í úrslitaleik hraðmótsins í Bercy-höllinni í París en íslenska liðið komst þangað eftir 30-27 sigur á Spánverjum í undanúrslitaleiknum í gær.

Íslenska landsliðið hefur tapað fjórum síðustu leikjum sínum á móti Frökkum með samtals 25 marka mun (6,3 mörk í leik) en síðasti leikur þjóðanna var úrslitaleikurinn á Ólympíuleikunum í Peking sem Frakkar unnu 28-23.

Síðasti sigurleikur Strákanna okkar á Frökkum var í leik upp á líf eða dauða í riðlakeppni HM í handbolta í Þýskalandi árið 2007. Ísland varð þá að vinna leikinn til þess að komast áfram eftir óvænt tap gegn Úkraínu.

Íslensku strákarnir áttu algjöran stórleik og unnu leikinn með átta marka mun, 32-24. Þetta er eini sigur Íslands í landsleikjum þjóðanna frá EM í Svíþjóð 1992

Frakkar hafa nefnilega unnið 10 af síðustu 11 landsleikjum sínum á móti Íslandi þar af sjö þeirra með fimm mörkum eða meira.

Síðustu 11 leikir Íslands og Frakklands:

Sun. 24.ágú.2008 Peking Ísland - Frakkland 23-28

Lau. 26.júl.2008 Strassbourg Ísland - Frakkland 28-31

Sun. 20.jan.2008 Þrándheimur Ísland - Frakkland 21-30

Lau. 7.apr.2007 Paris Ísland - Frakkland 27-35

Mán. 22.jan.2007 Magdeborg Ísland - Frakkland 32-24

Lau. 21.jan.2006 Ásvellir Ísland - Frakkland 30-36

Fim. 19.jan.2006 Laugardalshöll Ísland - Frakkland 27-31

Fös. 14.jan.2005 Ciudad Ísland - Frakkland 26-30

Mið. 17.nóv.2004 Ludvika Ísland - Frakkland 29-38

Mið. 31.mar.2004 Le Mans Ísland - Frakkland 24-29

Mán. 29.mar.2004 Le Mans Ísland - Frakkland 21-27








Fleiri fréttir

Sjá meira


×