Fleiri fréttir

Þrír fyrirliðar í Pepsi-deildinni í banni í næsta leik

Þrír fyrirliðar eru meðal þeirra fjórtán leikmanna úr Pepsi-deild karla sem voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar KSÍ í dag. Þetta eru þeir Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur og Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar.

Markalaust hjá FH-bönunum á heimavelli

FH-banarnir í FK Aktobe frá Kasakhstan náðu aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti Maccabi Haifa frá Ísrael í fyrri leik liðanna í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag.

Steve Finnan til Portsmouth

Írski bakvörðurinn Steve Finnan, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur ákveðið að ganga til liðs við Portsmouth. Mun hann fylla skarð Glen Johnson sem er farinn til Liverpool.

Massa heldur sjón á báðum augum

Læknar tilkynntu í dag að Felipe Massa heldur sjón á báðum augum, en óttast var um vinstra augað sem varð fyrir hnjaski í óhappi hans á laugardaginn.

Fengu árs bann fyrir að ráðast á dómara

Tveir leikmenn 3. deildarliðsins Afríku voru í dag dæmdir í eins árs keppnisbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Þeir réðust á dómara sem dæmdi leik Afríku og Ýmis á Leiknisvelli í gær.

Fjalar á leið í aðgerð - Fylkir í markmannsleit

Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, er á leið í aðgerð sem á að flýta fyrir bata hans en frá þessu greinir vefsíðan Fótbolti.net. Ekki er alveg ljóst hve lengi Fjalar verður frá en Fylkismenn eru í leit að markverði til að fylla hans skarð.

Gunnar Oddsson: Ég er þjálfari liðsins í dag

„Það er óbreytt ástand," sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, þegar Vísir náði í hann áðan og spurði út í stöðu mála. Gunnar sagði við fjölmiðla í gær að hann væri að íhuga sína framtíð hjá félaginu eftir tapleik gegn KR.

Gunnar Már: Crewe er spennandi kostur

„Ég veit ekki alveg hvar málin standa," segir Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, sem er sterklega orðaður við Crewe í enskum fjölmiðlum. Guðjón Þórðarson, stjóri Crewe, segist vera nálægt því að krækja í Gunnar.

Dossena nálgast endurkomu til Ítalíu

Samkvæmt umboðsmanni Ítalans Andrea Dossena hjá Liverpool er fátt sem getur komið í veg fyrir að leikmaðurinn snúi aftur á heimaslóðir í sumar. En Serie A-félagið Napólí er búið að ná samkomulagi við Liverpool um kaupverð sem er talið nema um 4,3 milljónum punda.

Zlatan forðaði sér undan æstum aðdáendum - myndir

Zlatan Ibrahimovic var í dag kynntur sem nýr leikmaður spænska liðsins Barcelona og fékk Svíinn snjalli að leika sér fyrir framan fjölmarga ljósmyndara og stuðningsmenn félagsins sem fjölmenntu á Nou Camp. Það er talið að 60 þúsund manns hafi mætt á kynningu Zlatan.

Hringir út hjá Þrótturum

Gunnar Oddsson sagði við fjölmiðla í gær eftir tapið gegn KR að hann væri að íhuga sína framtíð sem þjálfari liðsins. Vísir hefur reynt að athuga stöðu mála í herbúðum Þróttar í dag en án árangurs.

Redknapp: Ekkert kauptilboð borist í Hutton

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham neitar því að Hull sé að ganga frá kaupum á bakverðinum Alan Hutton, en illa hefur gengið hjá Phil Brown og félögum á leikmannamarkaðnum í sumar.

Haraldur Freyr á leið í Keflavík

Samkvæmt heimildum Vísis eru Keflvíkingar að fá góðan liðstyrk í Pepsi-deildinni. Miðvörðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson mun leika með liðinu út tímablið en hann mun skrifa undir samning við félagið í dag.

Búið að velja U-21 árs landsliðshópinn fyrir HM

Landsliðsþjálfarinn Heimir Ríkarðsson hefur valið U-21 árs landsliðshóp karla sem heldur til Egyptalands til þátttöku í lokakeppni U-21 árs Heimsmeistaramótsins karla í handbolta í byrjun ágúst næstkomandi.

Arbeloa nálgast Real Madrid að eigin sögn

Spánverjinn Alvaro Arbeloa hjá Liverpool hefur staðfest í viðtölum við spænska fjölmiðla að hann sé nálægt því að ganga loksins í raðir Real Madrid en hann hefur verið sterklega orðaður við 4,5 milljón punda félagsskipti þangað í sumar, sérstaklega eftir komu Glen Johnson til Liverpool.

U-19 ára landslið Íslands mætir Túnis í undanúrslitunum

Strákarnir í U-19 ára landsliði Íslands hafa farið mikinn á Heimsmeistaramóti U-19 ára landsliða sem nú fer fram í Túnis. Ísland vann 43-37 sigur gegn Noregi í gærkvöld og mætir heimamönnum í Túnis í undanúrslitaleik á morgun.

Enn vandræði hjá Newcastle - Profitable Group hættir við kaup

Það ætlar vægast sagt að ganga illa hjá eigandanum Mike Ashley hjá Newcastle að koma félaginu í sölu en hann hefur lengi leitað að kaupendum og þurft að lækka verðmiðann á b-deildarfélaginu um helming frá því sem hann vildi fá fyrst.

Button hefur áhyggjur af gangi mála

Jenson Button er ekki alls kostar sáttur við stöðuna hjá Brawn liðinu þessa dagana. Eftir draumabyrjun á árinu hefur hann ekki unnið í þremur síðustu mótum. Um helgina vann Lewis Hamilton sitt fyrsta mót og Mark Webber hefur sótt 15 stiga á forskot Buttons í stigamótinu.

Ingimundur: Fylkir er frábær klúbbur

Ingimundur Níels Óskarsson hefur heldur betur slegið í gegn með Fylkismönnum í sumar. Hann kom sínum mönnum á bragðið í kvöld með marki á fyrstu mínútunni, sínu áttunda marki í deildinni.

Óli Þórðar: Fjalar á heima í landsliðinu

Ólafur Þórðarson segir að Fjalar Þorgeirsson eigi vel heima í íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Fjalar átti góðan leik þegar Fylkir sigraði Fram fyrr í kvöld.

Ásmundur: Eitt stig betra en ekkert

„Við hefðum getað komist tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Gunnar Már skallaði beint á markvörðinn. Eftir það duttum við aðeins niður," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 1-1 jafnteflið í Grindavík.

Jósef Kristinn: Líkaminn fylgdi ekki hausnum

„Ég er mjög ósáttur við þetta. Við vorum gjörsamlega á hælunum í seinni hálfleik," sagði Jósef Kristinn Jósefsson, leikmaður Grindavíkur, eftir 1-1 jafntefli við Fjölni í botnbaráttuslag í kvöld. „Við vorum eiginlega stuðningsmönnum okkar til skammar í seinni hálfleiknum,"

Neyðaraðgerð bjargaði lífi Massa

Brasilíumaðurinn Felipe Massa hefur verið vakinn úr dái, en honum hefur verið haldið meira og minna sofandi síðan hann lenti í óhappi í tímatökum í Búdapest á laugardag. Sérstakur blaðamannafundur var haldin á AEK spítalanum í Búdapest í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir