Fleiri fréttir

Deco: Scolari átti að fá meiri tíma

Miðjumaðurinn Deco segir að sér hafi brugðið við að heyra fréttirnar af því að Luiz Felipe Scolari hafi verið rekinn frá Chelsea. Deco var stærstu kaup Scolari fyrir tímabilið en hann var keyptur á 8 milljónir punda frá Barcelona.

Vettel fljótur á Spáni

Sebastian Vettel frá Þýskalandi var næstfljótastur allra ökumanna á Jerez brautinni á Spáni í dag. Hann ekur nýjum Red Bull bíl og varð á eftir Sebastian Buemi á Torro Rosso, sem ók 2008 bíll.

Ísland og Georgía mætast í fyrsta sinn

Knattspyrnusambönd Íslands og Georgíu hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 9. september næstkomandi.

Hiddink sagður taka við Chelsea

Enska dagblaðið The Times fullyrðir á vefútgáfu sinni að Guus Hiddink muni stýra Chelsea út leiktíðina. Aðeins sé tímaspursmál hvenær það verði tilkynnt.

Birmingham fær Traore að láni

Enska B-deildarliðið Birmingham hefur fengið varnarmanninn Djimi Traore að láni frá Portsmouth til loka tímabilsins.

Chelsea fékk leyfi hjá Rússunum

Rússneska knattspyrnusambandið hefur gefið Chelsea leyfi til að ræða við Guus Hiddink um að taka að sér stöðu knattspyrnustjóra hjá félaginu tímabundið.

Anichebe sér ekki eftir neinu

Victor Anichebe, leikmaður Everton, segist ekki sjá eftir neinu varðandi samskipti sín við David Moyes, knattspyrnustjóra liðsins.

Meiðsli Fuller ekki alvarleg

Meiðsli Ricardo Fuller, leikmanns Stoke, eru ekki eins alvarleg og í fyrstu var óttast. Hann gæti byrjað að spila aftur í lok mars.

Hiddink í viðræðum við Chelsea

Guus Hiddink hefur staðfest að Chelsea hafi komið að máli við sig um að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá félaginu til loka tímabilsins.

Adams íhugaði að hætta

Tony Adams hefur greint frá því að hann íhugaði að segja starfi sínu hjá Portsmouth lausu vegna fjárhagsástands félagsins.

Tiger pabbi í annað sinn

Tiger Woods og Elin, eiginkona hans, eignuðust sitt annað barn nú á sunnudaginn - soninn Charlie Axel Woods.

Riggott frá í sex vikur

Chris Riggott, leikmaður Middlesebrough, verður frá næstu sex vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Manchester City.

Ribery ánægður í München

Franck Ribery segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á leið til Real Madrid í sumar þrátt fyrir það sem Franz Beckenbauer hefur sagt.

Íslendingar í hefndarhug

Bidu Zaugg, landslisðþjálfari Liechtenstein, segist þess fullviss að Íslendingar séu í hefndarhug fyrir landsleik liðanna á La Manga á morgun.

Brottvísun Scolari kom Ferguson á óvart

Alex Ferguson segir að sér hafi komið mjög á óvart að Chelsea hafi ákveðið að reka Luiz Felipe Scolari úr starfi knattspyrnustjóra eins og gert var í gær.

Rijkaard spenntur fyrir Chelsea

Umboðsmaður Frank Rijkaard hefur viðurkennt í enskum fjölmiðlum að Rijkaard myndi íhuga tilboð ef það kæmi frá Chelsea.

Zola hyggst ekki yfirgefa West Ham

Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar þá hefur Gianfranco Zola tjáð stjórn West Ham að hann hafi ekki í hyggju að yfirgefa félagið. Zola er orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Chelsea eftir að Luiz Felipe Scolari var rekinn í dag.

Valsstúlkur burstuðu Gróttu

Valsstúlkur áttu ekki í erfiðleikum með lið Gróttu í N1-deild kvenna. Valur vann sigur 39-13 eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik.

Friðrik: Brutum sálfræðilegan múr

„Þetta var mikill vinnusigur. Við börðumst eins og ljón og ætluðum að gefa allt í þetta. Við leiddum allan leikinn og þetta var góður og sanngjarn sigur," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, við Stöð 2 Sport eftir leikinn í kvöld.

Grindvíkingar fyrstir til að leggja KR

Grindavík varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja KR á tímabilinu. Um leið náði liðið að minnka forskot Vesturbæjarliðsins niður í tvö stig í Iceland Express-deildinni.

Ákvörðun Abramovich að reka Scolari

Það var ákvörðun Roman Abramovich að reka Luiz Felipe Scolari. Þetta segir talsmaður Scolari en hann var látinn taka pokann sinn vegna dapurs árangurs að undanförnu.

Luke Young ekki með Englandi

Luke Young, varnarmaður Aston Villa, verður ekki með enska landsliðinu gegn Spáni á miðvikudag. Young er meiddur á tá og ferðast því ekki með hópnum í leikinn.

63 mínútum frá heimsmeti

Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, er aðeins 63 mínútum frá því að setja heimsmet. Þessi 38 ára leikmaður hefur ekki fengið á sig mark í ensku úrvalsdeildinni síðan United tapaði fyrir Arsenal í byrjun nóvember.

Hiddink rétti maðurinn fyrir Chelsea?

Guus Hiddink, þjálfari Rússlands, er talinn meðal líklegustu manna til að verða næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Hiddink var ofarlega á óskalista félagsins þegar það ákvað að ráða Luiz Felipe Scolari.

Mancini ekki næsti stjóri Chelsea

Umboðsmaður Roberto Mancini hefur útilokað að þessi fyrrum þjálfari Inter verði næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Luiz Felipe Scolari var rekinn frá Chelsea í dag og var Mancini talinn líklegur til að taka við af honum.

Baldur hættur hjá Bryne

Baldur Sigurðsson er hættur hjá norska 1. deildarliðinu Bryne en frá þessu er greint á vefsíðunni Fótbolti.net. Baldri er frjálst að ræða við önnur félög en fjárhagsstaða Bryne er slæm.

Scolari rekinn frá Chelsea

Luiz Felipe Scolari þjálfari Chelsea hefur verið rekinn frá félaginu. Það er Sky fréttastofan sem segir frá þessu en frammistaða liðsins á þessu tímabili er sögð ástæða uppsagnarinnar. Chelsea situr nú í fjórða sæti deildarinnar sjö stigum á eftir toppliði Manchester United. John Terry fyrirliði liðsins bað stuðningsmenn afsökunar eftir markalaust jafntefli við Hull City um helgina.

Uppsögnin kom Adams á óvart

Tony Adams sagði að það hafi komið sér á óvart að hann hafi verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth.

Valencia frá í þrjár vikur

Antonio Valencia verður frá næstu þrjár vikurnar eftir að hann meiddist í leik Wigan og Fulham um helgina.

Puyol ekki með gegn Englandi

Carles Puyol, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, verður ekki er Spánverjar mæta Englendingum í vináttulandsleik á miðvikudaginn kemur.

Webber keppir með titanum pinna í fætinum

Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber verður að hefja tímabilið með titanum pinna í fætinum eftir fótbrot á reiðhjóli í fyrra. Hann telur að það muni ekki há sér, en pinninn er í vinstri fæti, sem er minna notaður en bensínfóturinn hægra megin. Webber var á frumsýningu á nýjum Red Bull í morgun.

Sjöundi útisgur Villa í röð

Um helgina vann Aston Villa sinn sjöunda leik á útivelli í röð sem er besti árangur liða í ensku úrvalsdeildinni ef stóru fjögur félögin eru frátalin.

Adebayor frá í þrjár vikur

Emmanuel Adebayor, leikmaður Arsenal, verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Tottenham í gær.

Bullard þarf ekki í aðgerð

Phil Brown, knattspyrnustjóri Hull, segir að Jimmy Bullard þurfi ekki að gangast undir aðgerð vegna hnémeiðsla sinna.

Sjá næstu 50 fréttir