Enski boltinn

Wright-Phillips í þriggja leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wright-Phillips í leik með Manchester City.
Wright-Phillips í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Shaun Wright-Phillips, leikmaður Manchester City, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnda enska knattspyrnusambandsins.

Wright-Phillips danglaði í Rory Delap, leikmann Stoke, í leik liðanna þann 31. janúar síðastliðinn eftir að sá síðarnefndi tæklaði hann. Delap fékk að líta rauða spjaldið fyrir og sagði Martin Atkinson, dómari leiksins, að hann hefði einnig gefið Wright-Phillips rautt hefði hann séð atvikið.

Aganefndin notaðist við sjónvarpsupptökur í umfjöllun sinni um málið. Wright-Phillips mun nú missa af leikjum City gegn Portsmouth, Liverpool og West Ham. Hann spilaði þó með City gegn Middlesbrough á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×