Enski boltinn

Bullard þarf ekki í aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jimmy Bullard í leik með Hull.
Jimmy Bullard í leik með Hull. Nordic Photos / Getty Images
Phil Brown, knattspyrnustjóri Hull, segir að Jimmy Bullard þurfi ekki að gangast undir aðgerð vegna hnémeiðsla sinna.

Bullard fór í skoðun hjá bandarískum sérfræðingi en Brown sagði að engin alvarleg vandamál hafi komið þar í ljós.

„Vonandi kemst hann í gegnum æfingar í heila viku og við getum notað hann í leiknum gegn Sheffield United í bikarnum," sagði Brown í samtali við enska fjölmiðla.

Bullard hefur aðeins komið við sögu í einum leik með Hull síðan hann var keyptur til félagsins í síðasta mánuði fyrir fimm milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×