Enski boltinn

Sjöundi útisgur Villa í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gabriel Agbonlahor og Ashley Young fagna öðru marka Aston Villa um helgina.
Gabriel Agbonlahor og Ashley Young fagna öðru marka Aston Villa um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Um helgina vann Aston Villa sinn sjöunda leik á útivelli í röð sem er besti árangur liða í ensku úrvalsdeildinni ef stóru fjögur félögin eru frátalin.

Villa vann 2-0 sigur á Blackburn um helgina en rispan hófst þann 15. nóvember síðastliðinn.

Chelsea hefur unnið flesta leiki á útivelli í röð en liðið vann níu talsins tímabilið 2004-5.

Portsmouth kemur næst á eftir Aston Villa með sex útisigra í röð en Newcastle, Aston Villa, Leeds og Charlton hafa öll unnið fimm útileiki í röð.

Villa hefur nú fengið alls 49 stig eftir fyrstu 25 leiki tímabilsins sem er félagsmet. Gamla metið var 47 stig sem liðið setti tímabilið 1992-93.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×