Enski boltinn

Adebayor frá í þrjár vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emmanuel Adeabyor í leik með Arsenal.
Emmanuel Adeabyor í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Emmanuel Adebayor, leikmaður Arsenal, verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Tottenham í gær.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Adebayor fór meiddur af velli í fyrri hálfleik.

Hann mun missa af leikjum Arsenal gegn Sunderland og Fulham í deildinni, bikarleiknum gegn Cardiff og fyrri leik Arsenal gegn Roma í Meistaradeild Evrópu.

Andrei Arshavin gæti fyllt skarð hans eða þá Eduardo sem er orðinn leikfær eftir að hafa verið frá í eitt ár vegna meiðsla.

Adebayor var frá í einn mánuð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Stoke í nóvember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×