Enski boltinn

Portsmouth versta úrvalsdeildarfélagið í stjórnartíð Adams

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Portsmouth og Aston Villa.
Úr leik Portsmouth og Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images

Ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni fékk jafn fá stig og Portsmouth í stjórnartíð Tony Adams hjá félaginu eða síðan 25. október síðastliðnum.

Portsmouth vann aðeins tvo leiki undir stjórn Adams og fékk alls ellefu stig, einu minna en West Brom, Blackburn og Hull. Middlesbrough hefur ekki unnið leik í síðustu þrettán viðureignum sínum en er þó í 16. sæti á þessum lista með þrettán stig.

Það skal þó tekið fram að Portsmouth og Blackburn hafa leikið einum leik færra en hin liðin.

Manchester United hefur náð bestum árangri á þessum tíma en liðið er með 42 stig úr sautján leikjum. Aston Villa kemur næst með 37 stig og Liverpool 34 - öll eftir sautján leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×