Enski boltinn

Giggs skorað á öllum tímabilum úrvalsdeildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo fagna marki þess fyrrnefnda í gær.
Ryan Giggs og Cristiano Ronaldo fagna marki þess fyrrnefnda í gær. Nordic Photos / Getty Images
Ryan Giggs skoraði sitt fyrsta mark í deildinni með Manchester United í gær og hefur hann þar með skorað á öllum tímabilum úrvalsdeildarinnar síðan hún hófst haustið 1992.

Giggs er eini leikmaðurinn sem getur státað af þessum árangri en hann hefur nú skorað minnst eitt mark á hverju tímabili á undanförnum sautján tímabilum.

Það er annar velskur knattspyrnumaður, Gary Speed, sem kemst nálægt Giggs í þessum efnum en hann leikur nú með Sheffield United í ensku B-deildinni og mun því ekki skora úrvalsdeildarmark á þessu tímabili - sem hefði jafnað árangur Giggs.

Þeir Dwight Yorke, Alan Shearer, Andy Cole, Paul Scholes, Robbie Fowler og Teddy Sheringham koma næstir á listanum með minnst eitt mark á fjórtán mismunandi tímabilum. Af þeim er Scholes, félagi Giggs hjá United, sá eini sem enn leikur í ensku úrvalsdeildinni.

Giggs er nú á sínu nítjánda tímabili hjá Manchester United en hann afrekaði að skora fimm mörk í gömlu 1. deildinni. Alls hefur hann skorað 102 mörk í efstu deild fyrir Manchester United.

1. deildin:

1990-91: 1 mark

1991-92: 4 mörk

Úrvalsdeildin:

1992-93: 9 mörk

1993-94: 13

1994-95: 1

1995-96: 11

1996-97: 3

1997-98: 8

1998-99: 3

1999-2000: 6

2000-01: 5

2001-02: 7

2002-03: 8

2003-04: 7

2004-05: 5

2005-06: 3

2006-07: 4

2007-08: 3

2008-09: 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×