Enski boltinn

Mancini ekki næsti stjóri Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Roberto Mancini.
Roberto Mancini.

Umboðsmaður Roberto Mancini hefur útilokað að þessi fyrrum þjálfari Inter verði næsti knattspyrnustjóri Chelsea.

Luiz Felipe Scolari var rekinn frá Chelsea í dag og var Mancini talinn líklegur til að taka við af honum.

„Ég verð því miður að tilkynna ykkur það að enginn hefur haft samband við okkur. Ég get því útilokað að Robert taki við Chelsea. Þeir hafa augljóslega leitað til einhvers annars," sagði umboðsmaðurinn.

Gianfranco Zola er talinn líklegastur til að taka við Chelsea. Lögmaður Zola vildi ekkert útiloka við Sky fréttastofuna. „Chelsea á sér stað í hjarta Zola, það er ekki hægt að neita því. Hann er samt ánægður hjá West Ham og er þakklátur félaginu fyrir það tækifæri sem það gaf honum," sagði lögmaður Zola.




Tengdar fréttir

Scolari rekinn frá Chelsea

Luiz Felipe Scolari þjálfari Chelsea hefur verið rekinn frá félaginu. Það er Sky fréttastofan sem segir frá þessu en frammistaða liðsins á þessu tímabili er sögð ástæða uppsagnarinnar. Chelsea situr nú í fjórða sæti deildarinnar sjö stigum á eftir toppliði Manchester United. John Terry fyrirliði liðsins bað stuðningsmenn afsökunar eftir markalaust jafntefli við Hull City um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×