Enski boltinn

Terry bað stuðningsmenn afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry í leik með Chelsea.
John Terry í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á slæmu gengi liðsins að undanförnu.

Chelsea gerði markalaust jafntefli við Hull um helgina og sagði Terry að leikmennirnir ættu sök á þessu. Chelsea er nú í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir Manchester United.

„Ég vil biðja stuðningsmenn afsökunar vegna þess að frammistaða okkar á bæði heima- og útivelli hefur ekki verið nægilega góð. Við höfum ekki verið að gefa stuðningsmönnum sem mest fyrir peninginn þeirra."

„Stuðningsmenn leggja mikið á sig til að koma á leikina með vinum og fjölskyldu og við erum ekki að standa okkur nægilega vel fyrir þá," sagði Terry í samtali við enska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×