Fleiri fréttir

Segir bar­áttu­andann enn til staðar og fór svo að tala um launa­seðilinn sinn

„Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram

Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals.  Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Jón Axel á förum frá Grinda­vík

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á leið til Ítalíu á tímabundnum samningi. Hann samdi nýverið við uppeldisfélag sitt Grindavík en mun ekki klára tímabilið með liðinu í Subway deild karla í körfubolta.

Ekkert vesen á meisturum Rosengård

Guðrún Arnardóttir stöllur hennar í sænska meistaraliðinu Rosengård unnu öruggan 3-0 sigur á Djurgården í kvöld í næstsíðustu umferð sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta.

Bakslag hjá Pogba sem missir af HM

Franski miðvallarleikmaðurinn Paul Pogba var í kapphlaupi við tímann um að ná HM í fótbolta sem hefst þann 20. nóvember næstkomandi. Nú er ljóst að hann hefur tapað kapphlaupinu og getur ekki hjálpað þjóð sinni að verja titilinn sem vannst sumarið 2018 í Rússlandi.

María aftur með eftir versta símtal ævinnar

María Þórisdóttir er komin aftur inn í norska landsliðið í fótbolta eftir að hafa ekki verið valin í fyrstu landsleikina undir stjórn nýja þjálfarans Hege Riise, sem tók við liðinu eftir vonbrigðin á EM í sumar.

Guðmundur yfir í Garðabæinn

Guðmundur Kristjánsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá FH en Garðabæjarfélagið tilkynnti um komu Guðmundar með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Nýr samningur um Laxá í Mý hjá SVFR

Laxá í Mývatnssveit og Laxárdalurinn eru líklega án vafa ein bestu urriðasvæði í heiminum en hróður þeirra hefur farið víða og erlendum veiðimönnum þar á bara eftir fjölga.

Meistararnir semja við tvo leikmenn

Breiðablik hefur fengið Alex Frey Elísson frá Fram og Eyþór Aron Wöhler frá ÍA. Alex skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik og Eyþór tveggja ára.

Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ

Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku.

Íslandsóvinurinn dæmir hjá Real Madrid

Franski dómarinn Stéphanie Frappart er greinilega í meiri metum hjá dómaranefnd UEFA en Íslendingum því henni hefur verið úthlutað stórum leik í Meistaradeild Evrópu.

Tekur við Keflavík eftir brottreksturinn úr Eyjum

Jonathan Glenn hefur samið um að taka við sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í fótbolta og var því ekki lengi án starfs eftir að knattspyrnuráð ÍBV ákvað að láta hann fara fyrir hálfum mánuði.

Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn

Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta.

Skagamaður gerði allt vitlaust í London

Víkingaklapp, runkarabending og ömurleg skottilraun komu við sögu hjá Degi Jóhannssyni sem varð á örfáum sekúndum vinsælasti maðurinn á The Valley, heimavelli enska C-deildarliðsins Charlton, á laugardaginn var.

„Fyrir okkur er þetta miklu stærra verk­efni en fót­bolta­verslun“

Nýrri knattspyrnuverslun sem helguð er fótboltakonum er ætlað að breyta viðhorfum í samfélaginu. Hún opnar á þriðjudaginn kemur, 1. nóvember, og er staðsett í Faxafeni 10. Heimavöllurinn byrjaði sem vefverslun árið 2020 en hefur vaxið hratt síðan og mun opna í Faxafeni eftir helgi.

Lakers liðið vann loksins leik í nótt

Los Angeles Lakers varð síðasta liðið til að vinna leik í NBA-deildinni í körfubolta á þessu tímabili en langþráður sigur kom í höfn á móti Denver Nuggets.

Sjá næstu 50 fréttir