Fleiri fréttir

Alfreð æfir með Lyngby: Gæti spilað síðar í vikunni
Alfreð Finnbogason æfir með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Gæti Alfreð spilað æfingaleik með liðinu á föstudaginn kemur.

Skrifaði undir nýjan samning með vinstri
Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið Bayern München að markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Samningurinn var greinilega undirritaður nokkru á undan þar sem Cecilía Rán var enn með gifs á hægri hendi og átti í stökustu vandræðum við að skrifa undir með vinstri.

Víkingar mæta til Malmö með sjálfstraustið í botni
Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Malmö ytra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Víkingar mæta fullir sjálfstrausts í leikinn, sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport, eftir átta sigurleiki í röð.

Ronaldo kominn í ótímabundið leyfi og efstur á óskalista nýs eiganda Chelsea
Það verður sjaldan sagt að það ríki lognmolla í kringum portúgalska framherjann Cristiano Ronaldo. Hann mætti ekki til æfinga hjá Manchester United í gær, er efstur á óskalista nýs eiganda Chelsea og er kominn í ótímabundið leyfi.

Enska úrvalsdeildin biður félög um að banna veðmálafyrirtæki sem styrktaraðila
Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa biðlað til félaga innan deildarinnar um að banna veðmálafyrirtækjum að auglýsa á búningum liðana til að forðast lagasetningu frá bresku ríkisstjórninni.

Dagskráin í dag: Víkingar í Malmö og hitað upp fyrir Opna breska
Tvær beinar útsendingar eru á dagskrá á sjónvarpsrásum Stöðvar 2 Sports í dag.

Conte að fá enn einn leikmanninn til Tottenham
Varnarmaðurinn Clement Lenglet er að öllum líkindum á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur á lánssamningi frá Barcelona. Lenglet verður þá fimmti leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar.

Íslandsmeistararnir fá portúgalska landsliðskonu
Íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa samið við portúgölsku landsliðskonuna Raquel Laneiro um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R.-ÍA 1-0 | 330 daga bið eftir deildarsigri Leiknis á enda
Leiknir vann sinn fyrsta leik í Bestu-deildinni. Seinasti sigur Leiknis í deildinni kom þann 8. ágúst á síðasta ári gegn Val. 330 dögum síðar kom 1-0 sigur gegn ÍA þar sem Mikkel Elbæk Jakobsen reyndist hetja Breiðhyltinga.

Ferguson yfirgefur Everton og stefnir á aðalþjálfarastarf
Skotinn Duncan Ferguson hefur ákveðið að yfirgefa enska úrvalsdeildarfélagið Everton. Ferguson hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins síðan árið 2014.

„Í fyrra skoruðum við úr færunum en erum að spila betur í ár“
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis var í skýjunum með fyrsta sigur Leiknis á tímabilinu. Leiknir vann ÍA 1-0 þar sem Mikkel Elbæk Jakobsen gerði sigurmark heimamanna.

Umfjöllun og viðtöl: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur
FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng.

Umfjöllun og viðtöl: KA-Valur 1-1 | KA og Valur skiptu stigunum á milli sín
KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli á Greifavellinum nú í kvöld þegar liðin mættust í 11. umferð Bestu deildar karla.

Matthías: Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum
Fyrirliði FH-inga var skiljanlega svekktur að fá á sig jöfnunarmark þegar þrjár mínútur voru eftir af leik liðsins á móti Stjörnunni í kvöld. Leikið var í Kaplakrika og var leikurinn hluti af 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og endaði 1-1 en FH var betri aðilinn lengst af.

Heimir um markmannsstöðuna: Það má ekki nota orðið samkeppni í dag
KA og Valur skildu jöfn, 1-1, á Greifavellinum á Akureyri nú í kvöld. Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals, fannst jafntefli vera sanngjörn niðurstaða .

„Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar“
Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur samið við stórlið Bayern München til ársins 2026 í þýska boltanum. Markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon segir að liðið hafi lengi verið á eftir Cecilíu, sem á framtíðina fyrir sér í íslenska landsliðinu.

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni handtekinn grunaður um nauðgun
Ónafngreindur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var fyrr í dag handtekinn grunaður um nauðgun.

Börsungar fá Kessie og Christensen á frjálsri sölu
Spænska stórveldið Barcelona tilkynnti fyrr í dag að þeir Franck Kessie og Andreas Christensen væru gengnir í raðir félagsins. Báðir koma þeir á frjálsri sölu, Kessie frá AC Milan og Christensen frá Chelsea.

Eigendur Man City eignast ellefta fótboltafélagið
City Football Group frá Abú Dabí, sem á meðal annars Englandsmeistaralið Manchester City, heldur áfram að safna að sér fótboltafélögum út um allan heim.

Bein útsending: Forkeppni á Landsmóti hestamanna
Vísir sýnir beint frá Landsmóti hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu.

Nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni
Stephen Curry fetaði í fótspor föður síns og varð stjarna í NBA-deildinni í körfubolta. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina verið duglegir að rifja upp mynd sem var tekin af þeim feðgum þegar Steph var fjögurra ára. Nú hefur Steph „endurtekið“ leikinn.

Bæði Manchester-liðin vilja Gnabry
Serge Gnabry, framherji Bayern München og þýska landsliðsins, virðist fáanlegur fyrir rétta upphæð. Hann á ár eftir af samningi sínum í Bæjaralandi og renna bæði Manchester-liðin hýru auga til leikmannsins.

Segja að Galatasaray hafi boðið Gylfa 280 milljónir í laun á ári
Gylfi Þór Sigurðsson er nú orðaður við tyrkneska félagið Galatasaray samkvæmt fréttum að utan.

Forseti serbneska sambandsins: Vlahovic er betri en Haaland
Erling Braut Haaland og Dusan Vlahovic eru tveir ungir og mjög frambærilegir framherjar sem eru nú komnir í tvö af þekktustu fótboltafélögum heims. Frægð annars þeirra er þó mun meiri en hins. Sá lítt þekktari á sér hins vegar góðan talsmann.

Man City staðfestir Phillips sem fær sex ára samning
Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City. Hann skrifaði undir sex ára samning við félagið.

Staðfesti leikskýrslu í Bestu deildinni en gleymdi að skrá mörkin
Víkingar unnu 3-0 sigur á KR í fyrsta leik elleftu umferðar Bestu deildar karla á föstudagskvöldið. Nú hefur dómari leiksins skilað staðfestri leikskýrslu en hún er hins vegar meingölluð.

Sjáðu hvernig sjóðheitir Keflvíkingar kláruðu Framara í gær
Keflvíkingar nálguðust efri hluta Bestu deildar karla með 3-1 heimasigri á Fram í gærkvöldi.

CSKA mun leita réttar síns
Rússneska knattspyrnufélagið CSKA Moskva ætlar að leita réttar síns gagnvart ákvörðun FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, er varðar samningsstöðu erlendra leikmanna í Rússlandi. Arnór Sigurðsson er meðal þeirra sem hafa nýtt sér téð ákvæði.

LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls
Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni.

Mikill hiti er KR og Selfoss mættust fyrst allra í Besta þættinum
Fyrsti þátturinn af Besta þættinum er kominn út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs.

Fram staðfestir kaupin á Brynjari Gauta
Miðvörðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson er orðinn leikmaður Fram í Bestu deild karla en félagið staðfesti félagsskiptin inn á miðlum sínum.

Jón Dagur mættur til Leuven
Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson er genginn í raðir belgíska félagsins Leuven. Jón Dagur kemur á frjálsri sölu eftir að hafa spilað með AGF í Danmörku undanfarin ár.

„Grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik“
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var í viðtali á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands en íslenska liðið er nú á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst þann 6. júlí næstkomandi.

Fullkomnar upprisuna í Leikhúsi draumanna
Christian Eriksen hefur samþykkt þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Hann á eftir að setja blek á blað og gangast undir læknisskoðun áður en félagið getur tilkynnt Eriksen sem nýjasta liðsmann Rauðu djöflanna.

Anníe Mist útskýrir af hverju hún blótar svona mikið í nýju CrossFit myndinni
Við þekkjum Anníe Mist Þórisdóttur sem brosandi og jákvæða keppniskonu sem kemur alltaf brosandi í mark sama hvað hefur gengið á. Það lítur út fyrir að við sjáum aðeins aðra mynd af okkar komu í nýrri mynd um heimsleikana í CrossFit.

Gera ráð fyrir átta til tíu þúsund mótsgestum
Von er á þúsundum gesta á Landsmót hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. „Stemningin er frábær nú þegar,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri LM2022 en mótið stendur yfir alla vikuna.

Sex dagar í EM: Skófrík sem spilar Mario Kart og kemur sér í gírinn með hjálp frá Kanye West
Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Næst á dagskrá er miðjumaðurinn Selma Sól Magnúsdóttir.

Man Utd segir Ronaldo ekki til sölu
Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu.

Stjörnur B-riðils: Danskt dýnamít, þýskur prímusmótor og sú besta í heimi
Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa B-riðil. Þau eru Danmörk, Finnland, Þýskaland og Spánn.

Geislabaugurinn bjargaði lífi formúlukappans í gær
Stærsta frétt Silverstone kappaksturs formúlunnar í gær var kannski ekki hver vann keppnina heldur frekar lukkulegi endirinn fyrir 23 ára ökumann Alfa Romeo liðsins eftir rosalega flugferð hans út úr brautinni.

Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026
Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026.

Gabriel Jesus staðfestur hjá Arsenal og fær níuna
Arsenal hefur gengið frá kaupunum á brasilíska framherjanum Gabriel Jesus frá Englandsmeisturum Manchester City.

Sara um vonbrigðin að missa af heimsleikunum: Einu mistökin er að reyna ekki
Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á heimsleikunum í CrossFit í ár. Hún náði bara tólfta sætinu í Last-Chance Qualifier mótinu þar sem tvö efstu sætin tryggðu farseðil á heimsleikana.

Þessar gætu sprungið út á EM í Englandi
Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem hefst þann 6. júlí í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir efnilegustu og mest spennandi leikmennina sem mæta til leiks á EM í Englandi. Aðeins er um að ræða leikmenn annarra þjóða en Íslands.

Zion framlengir við New Orleans Pelicans og ætti að eiga fyrir salti í grautinn
Við höfum ekki fengið að njóta hæfileika Zion Williamson eins mikið og við vildum á fyrstu árum NBA ferils hans. New Orleans Pelicans hafa þrátt fyrir meiðslasögu kappans trú á því að hann geti leitt félagið til nýrra hæða og hafa opnað veskið upp á gátt fyrir hann.