Sport

Dagskráin í dag: Víkingar í Malmö og hitað upp fyrir Opna breska

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Víkingar heimsækja Malmö í kvöld.
Víkingar heimsækja Malmö í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Tvær beinar útsendingar eru á dagskrá á sjónvarpsrásum Stöðvar 2 Sports í dag.

Fyrri útsendingin er frá JP McManus Pro-Am mótinu í golfi þar sem atvinnukylfingar slást í lið með áhugakylfingum í skemmtilegu móti, en útsendingin hefst klukkan 13:00 á Stöð 2 Golf. Aðeins nokkrir dagar eru í Opna breska meistaramótið og því er hægt að líta á þetta sem einskonar upphitun fyrir risamótið sem hefst á fimmtudaginn eftir rúma viku.

Klukkan 16:40 er svo komið að stóru prófi hjá Íslandsmeisturum Víkings þegar liðið heimsækir Malmö í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Miloš Milojević, fyrrum leikmaður og þjálfari Víkings, er þjálfari Malmö, en sýnt verður frá leiknum á Stöð 2 Sport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.