Fleiri fréttir

Alfons og félagar í 16-liða úrslit eftir nauman sigur í Íslendingaslag
Alfons Sampsted og félagar hans í Bodø/Glimt unnu nauman 0-1 sigur er liðið heimsótti Íslendingalið Vålerenga í 32-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld.

Lukaku genginn í raðir Inter á nýjan leik
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er genginn í raðir Inter Milan á nýjan leik. Leikmaðurinn hefur verið lánaður frá Chelsea til Inter, aðeins tæpu ári eftir að hann fór í hina áttina fyrir metfé.

„Sýndu sitt rétta andlit í seinni hálfleik“
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ánægður með sigur liðsins gegn Póllandi í seinasta leik íslenska landsliðsins áður en Evrópumeistaramótið tekur við. Íslenska liðið lék vel í síðari hálfleik og Þorsteinn einbeitti sér að honum.

Benedikt tryggði íslensku strákunum sigur þegar leiktíminn var búinn
Benedikt Gunnar Óskarsson reyndist hetja íslenska U20 ára landsliðs karla í handbolta þegar hann tryggði liðinu eins marks sigur, 25-24, gegn Norðmönnum úr vítakasti þegar leiktíminn var runninn út.

María lék allan leikinn í sigri gegn Dönum
María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska landsliðinu í fótbolta unnu góðan 1-2 sigur er liðið heimsótti Dani í lokaundirbúningi liðanna fyrir Evrópumeistaramótið í fótbolta sem hefst eftir slétta viku.

Hólmbert skaut Lillestrøm í 16-liða úrslit | Öruggt hjá Bjarna og félögum
Sjö leikir fóru fram í 32-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur þeirra. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði eina mark leiksins er Lillestrøm vann 1-0 sigur gegn Ålesund og Bjarni Antonsson var í byrjunarliði Start sem vann öruggan 0-3 útisigur gegn Moss.

Tiger Woods, McIlroy og fleiri spila við amatöra í beinni
Áskrifendur Stöðvar 2 Golf geta í næstu viku tekið forskot á sæluna fyrir Opna breska mótið í golfi með því að horfa á JP McManus Pro-Am mótið, þar sem áhugakylfingar fá að spila með bestu kylfingum heims.

Santiago Bernabeu verður einn fjölhæfasti íþróttaleikvangur heims
Þú ferð ekki bara á fótboltaleiki á Santiago Bernabeu á næstu árum og nú er hægt að sjá hvernig Spánverjarnir fara að því að breyta leikvanginum á milli íþróttaviðburða.

Russell Westbrook sagði já við rúmum sex milljörðum
Það kemur kannski ekki mörgum á óvart en í gær varð það ljóst að Russell Westbrook ætlar að nýta sér ákvæði í samningi sínum sem færir honum 47,1 milljónir dollara fyrir NBA-tímabilið 2022-23.

Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 1-3 | Flottur síðari hálfleikur en betur má ef duga skal
Ef til vill segir það allt um gæði íslenska landsliðsins og þá kröfur sem gerðar eru á að liðið að 3-1 útisigur á Póllandi er ekki talið nægilega gott. Eftir að lenda 1-0 undir í blálok fyrri hálfleiks svaraði íslenska liðið með þremur mörkum í þeim síðari og vann að mörgu leyti sannfærandi sigur.

Stefnir í hitafund í Eyjum: „Átt andvökunætur og oft verið nálægt tárum yfir þessu“
Það stefnir í mikinn hitafund í Vestmannaeyjum í kvöld þegar aðalfundur ÍBV Íþróttafélags fer fram. Fyrr í dag sagði handknattleiksráð félagsins af sér vegna mikillar óánægju með skiptingu fjár á milli handboltans og fótboltans hjá félaginu.

Liverpool strákurinn kom enska 19 ára landsliðinu í úrslitaleikinn
England og Ísrael munu spila til úrslita um Evrópumeistaratitil nítján ára landsliða en undanúrslitaleikirnir fóru fram í gær.

Kveður eftir meistaratímabil
Handboltakonan Hildur Þorgeirsdóttir hefur lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril.

Elvar í leit að nýju liði: „Má alveg deila um hvort þetta hafi verið rétt skref“
Þó að Elvar Már Friðriksson sé með hugann við leikinn mikilvæga gegn Hollandi á föstudagskvöld, í undankeppni HM í körfubolta, er hann einnig í leit að nýju liði til að spila fyrir á næstu leiktíð.

Fram kaupir Almar frá Val
Fram hefur keypt Almar Ormarsson frá Val. Hann snýr því aftur til liðsins sem hann lék með á árunum 2008-13. Almarr skrifaði undir tveggja ára samning við Fram.

Viðar Örn, Brynjar Ingi og félagar fá hjálp íþróttasálfræðings
Það er óhætt að segja að lítið hafi gengið hjá Íslendingaliðinu Vålerenga að undanförnu í norsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Sara Björk byrjar sinn fyrsta landsleik í næstum því nítján mánuði
Sara Björk Gunnarsdóttir er í byrjunarliði Íslands fyrir síðasta leik liðsins fyrir EM í Englandi.

Heimsmeistarinn endaði frábært HM á því að næla sér í kórónuveiruna
Sænska sundkonan Sarah Sjöström stóð sig frábærlega á HM í sundi í Búdapest á dögunum og kom heim með þrenn verðlaun. Það var þó ekki það eina sem hún kom heim með.

Kepptu um sæti á heimsleikunum í CrossFit þremur vikum eftir brúðkaupið sitt
Þetta var merkilegt sumar fyrir bandaríska CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer sem voru ekkert að hvíla sig á íþróttinni sinni þótt að þau hafi verið að láta pússa sig saman.

Ellefu dagar í EM: Minnst af fjórum systkinum og spilar FIFA við soninn
Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hinn stóri og stæðilegi markvörður liðsins, Sandra Sigurðardóttir, er næst á dagskrá.

Segja af sér og lýsa yfir vantrausti á aðalstjórn ÍBV
Stjórn handknattleiksdeildar ÍBV hefur lýst yfir vantrausti á aðalstjórn félagsins og séð sig tilneydda að segja af sér störfum.

Maguire fékk frí frá fyrstu æfingum United til að njóta hveitibrauðsdaganna
Manchester United hóf í vikunni æfingar undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Erik ten Hag. Það voru þó ekki allir leikmenn liðsins mættir á svæðið til að sýna sig og sanna fyrir nýja stjóranum.

Glugginn opinn en hvaða lið grípa í veskið?
Íslensk knattspyrnufélög geta núna stundað viðskipti að vild því félagaskiptaglugginn var opnaður í dag og verður ekki lokað fyrr en á miðnætti 26. júlí.

Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma
Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma.

Frábær opnun í Jöklu
Veiði er hafin í Jöklu en þessi á hefur á síðust árum farið vaxandi og er eftirspurn eftir veiðileyfum í hana eftir því.

Íslandsmeistarinn í ólympískri þríþraut með hálft lunga
Katrín Pálsdóttir er ein fremsta þríþrautarkona landsins og vann Íslandsmeistaratitilinn í ólympískri þríþraut um helgina en það vita færri að eftirmál veikinda hennar ættu að öllu eðlilegu að gera henni mjög erfitt fyrir í slíkri keppni.

Æfingarnar sem Katrín og Sara verða að klára með stæl til að ná inn á leikana
Last Chance Qualifier hefst í dag en þar keppa þrjátíu karlar og þrjátíu konur um fjögur laus sæti á heimsleikunum í CrossFit, tvö hjá hvoru kyni. Eftir þessa keppni verður það endanlega ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár.

Ómar Ingi: Tólf ára Ómar hefði verið helvíti ánægður með þetta
Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var besti leikmaðurinn í þýsku bundesligunni í vetur, bestu handboltadeild heims.

Beðið eftir að Arsenal staðfesti endanlega Gabriel Jesus
Gabriel Jesus kláraði læknisskoðun hjá Arsenal og allt er klárt milli Manchester City og Arsenal samkvæmt heimildum eins mesta skúbbara fótboltans í dag.

Stutt gaman hjá Serenu Williams á Wimbledon: Ég gaf allt sem ég átti
Endurkoma Serenu Williams endaði strax í fyrsta leik þegar goðsögnin tapaði í nótt á móti Harmony Tan í fyrstu umferð Wimbledon risamótsins í tennis.

Hafa safnað yfir 20 þúsund undirskriftum til að mótmæla styrktaraðila Everton
Yfir 20 þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem nýjum aðalstyrktaraðila Everton er mótmælt. Enska úrvalsdeildarfélagið mun bera auglýsingu frá veðmálafyrirtæki framan á treyjum sínum á næsta tímabili og það hefur farið heldur illa í stupningsmenn félagsins.

Nei eða já: Jokic vinnur ekki titil með Nuggets og Clippers betri á pappír en Warriors
Hinn stórskemmtilegi liður Nei eða já var að sjálfsögðu á sínum stað í seinasta þætti að Lögmál leiksins þar sem stjórnandi þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, fékk sérfæðinga í setti til að svara laufléttum nei eða já spurningum um NBA-deildina í körfubolta.

Fullyrðir að Chelsea og Leeds séu búin að ná samkomulagi um kaupin á Raphinha
Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir á Twitter-síðu sinni að Chelsea og Leeds séu búin að ná samkomulagi um kaupin á brasilíska kantmanninum Raphinha.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Víkingur 0-6| Helgi og Logi gerðu báðir þrennu er meistararnir fóru illa með Selfyssinga
Víkingur Reykjavík valtaði yfir Selfoss 0-6. Helgi Guðjónsson fór á kostum og gerði fyrstu þrjú mörk meistaranna. Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson tók síðan við keflinu og gerði næstu þrjú mörkin.Víkingur Reykjavík verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Karl Friðleifur: Gott að halda hreinu á grasvelli
Víkingur Reykjavík valtaði yfir Selfoss á Jáverk-vellinum 0-6. Karl Friðleifur Gunnarsson, bakvörður Víkings, var ánægður með að vera kominn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Hollendingar tryggðu íslensku stelpunum í það minnsta sæti í umspili
Holland vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Hvíta-Rússlandi í C-riðli okkar Íslendinga í umspili HM 2023 sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Þorsteinn Leó tryggði Íslandi dramatískt jafntefli
Þorsteinn Leó Gunnarsson reyndist hetja U20 ára landsliðs Íslands þegar hann tryggði liðinu jafntefli, 35-35, með seinasta skoti leiksins er liðið mætti Svíþjóð í opnunarleik Opna Skandinavíumótsins í handbolta sem fram ferí Noregi.

Belgía vann stórsigur í lokaleik sínum fyrir EM
Belgía, sem mun leika í sama riðli og Ísland á EM í fótbolta í sumar, endaði undirbúning sinn fyrir mótið með því að vinna afar öruggan 6-1 sigur gegn Lúxemborg í kvöld.

Lærisveinar Brynjars Björns enn á botninum eftir þriðja jafnteflið í röð
Brynjar Björn Gunnarsson og lærisveinar hans í Örgryte eru enn á botni sænsku B-deildarinnar í fótbolta eftir 2-2 jafntefli gegn Jönköping í kvöld.

Enn eitt aðsóknarmetið á kvennaleik er Svíþjóð hafði betur gegn Brasilíu
Aldrei hafa fleiri áhorfendur fylgst með kvennaleik í Svíþjóð en þegar heimakonur unnu 3-1 sigur gegn Brasilíu í vináttulandsleik á Friends Arena í Solna í kvöld.

Haraldur og Guðmundur á pari og komust ekki á The Open
Þeir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson reyndu báðir fyrir sér á lokaúrtökumótinu fyrir The Open, opna breska meistaramótið í golfi, í dag. Báðir léku þeir hringina tvo á pari og komust því ekki inn á þetta virta risamót.

Hefði kostað Keflavík eina milljón dollara
Úkraínski miðjumaðurinn Ivan Kaliuzhnyi hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta en lánssamningur hans rennur út í byrjun næsta mánaðar.

United nálægt því að stela Malacia af Lyon
Manchester United virðist vera búið að ranka við sér á félagaskiptamarkaðnum, allavega ef marka má heimildir fótboltavéfréttarinnar Fabrizio Romano.

Alfreð gæti farið aftur til Svíþjóðar
Alfreð Finnbogason gæti verið á leiðinni aftur til Svíþjóðar. Hammarby hefur boðið honum samning.

Stórstjarnan lék sér með strákum á ströndinni
Það syttist óðum í það að Erling Haaland mæti í ensku úrvalsdeildina en þessa dagana nýtur hann síðustu daganna í sumarfríinu áður en hann mætir í vinnuna hjá Manchester City.