Handbolti

Þorsteinn Leó tryggði Íslandi dramatískt jafntefli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslensku strákarnir björguðu jafntefli á dramatískan hátt í kvöld.
Íslensku strákarnir björguðu jafntefli á dramatískan hátt í kvöld. HSÍ

Þorsteinn Leó Gunnarsson reyndist hetja U20 ára landsliðs Íslands þegar hann tryggði liðinu jafntefli, 35-35, með seinasta skoti leiksins er liðið mætti Svíþjóð í opnunarleik Opna Skandinavíumótsins í handbolta sem fram ferí Noregi.

Sænska liðið hafði góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og leiddi með swx mörkum þegar gengið var til búningsherbergja, 21-15.

Svíar höfðu svo forystuna lengst af í síðari hálfleik og leiddu með fjórum mörkum þegar stutt var til leiksloka, staðan 35-31.

Íslenska liðið gafst þó ekki upp og skoraði seinustu fjögur mörk leiksins, það seinasta á lokasekúndunum þegar Þorsteinn Leó bjargaði stigi fyrir liðið.

Leikurinn var sá fyrsti af þremur leikjum Íslands á mótinu, en mótið er liður í undirbúningi fyrir EM í Portúgal sem hefst þann 7. júlí. Ísland mætir Norðmönnum á morgun og þriðji og seinasti leikur liðsins er gegn Dönum á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×