Fleiri fréttir

„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“

Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað.

Greindist smitaður eftir leikinn við Ísland

Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg, sem reyndar á íslenska foreldra, hefur greinst með kórónuveirusmit eftir leikinn við Ísland á EM í handbolta í gærkvöld.

Erlingur lét þjálfarann spila á EM

Erlingur Richardsson nýtti krafta markmannsþjálfara síns í leik Hollands á Evrópumótinu í handbolta í gær, og sá gæti spilað enn meira í næstu leikjum þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum.

Alexander-Arnold um Jota: Hann er leikmaður í heimsklassa

Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, var eðlilega sáttur með 2-0 sigur sinna manna gegn Arsenal sem skilaði liðinu í úrslitaleik enska deildarbikarsins í gærkvöldi. Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool, og bakvörðurinn segir að liðsfélagi sinn sé í heimsklassa.

Athletic Bilbao sló meistarana út í framlengingu

Atletic Bilbao gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara Barcelona úr leik í spænsku bikarkeppninni Copa del Rey í kvöld með 3-2 sigri í framlengingu og er því á leið í átta liða úrslit.

Skýrsla Henrys: Risahjarta í þessum drengjum

Eftir allt sem á undan var gengið áttu líklega margir von á því að íslenska liðið yrði eins og lömb leidd til slátrunar gegn Dönum í kvöld. Það varð alls ekki raunin.

Ómar Ingi: Trúðum því í alvörunni að við myndum vinna

Ómar Ingi Magnússon var eðlilega svekktur með tap íslenska landsliðsins gegn Danmörku í fyrsta leik milliriðilsins á EM í kvöld. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir hópinn að koma sér í gang fyrir leikinn en að liðið hafi haft raunverulega trú á því að vinna heimsmeistarana í kvöld.

„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“

„Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi.

FIFA takmarkar fjölda lánssamninga

Á næstu árum mun Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA takmarka þann fjölda leikmanna sem félög mega lána eða fá á láni frá félögum í öðrum löndum.

Elvar: Alls konar tilfinningar í allan dag

Elvar Ásgeirsson fékk heldur betur eldskírn í dag þegar hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik í handbolta, gegn sjálfum heimsmeisturum Danmerkur á EM, og komst vel frá sínu.

„Við þurfum að geta slegist í 40 mínútur“

Dúi Þór Jónsson, leikmaður Þór Akureyri, var svekktur með 35 stiga tap gegn Njarðvík í kvöld. Dúi var sérstaklega óánægður með síðari hálfleikinn hjá sínum mönnum, en það munaði bara fimm stigum á liðunum í hálfleik.

Tíu Madrídingar snéru leiknum við í framlengingu

Real Madrid vann 2-1 endurkomusigur í framlengdum leik er liðið heimsótti Elche í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar Copa del Rey í kvöld, þrátt fyrir að vera manni færri stóran hluta framlengingarinnar.

Jón Daði semur við Bolton

Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við enska C-deildarliðið Bolton Wanderers.

Lærisveinar Alfreðs og Erlings töpuðu stórt

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í handbolta máttu sætta sig við sex marka tap gegn Evrópumeisturum Spánar, 29-23. Á sama tíma töpuðu Hollendingar undir stjórn Erlings Richardssonar gegn Frökkum, 34-24.

Gísli Þorgeir líka smitaður

Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid.

Böðvar heldur áfram í Svíþjóð

Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson, sem meðal annars átti í viðræðum við Val, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við sænska félagið Trelleborg.

Sjá næstu 50 fréttir