Handbolti

„Verður ekki auðvelt fyrir Dani að vinna okkur“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viggó er alltaf tilbúinn er kallið kemur.
Viggó er alltaf tilbúinn er kallið kemur. vísir/epa

„Við fórum hátt upp eftir leikinn gegn Ungverjum en erum núna bara fullir tilhlökkunar fyrir milliriðilinn,“ segir Viggó Kristjánsson spenntur fyrir Danaleiknum.

„Við erum búnir að taka einn myndbandsfund og tökum fleiri. Við erum fit og verðum klárir,“ segir Viggó en hann segir alltaf sérstakt að spila við Dani.

„Þetta hefur verið draumabyrjun hingað til en við ætlum okkur lengra og vinna alla leikina í milliriðlinum. Það er vitleysa að hugsa annað.

„Danir eru auðvitað líklegri en það verður ekkert auðvelt fyrir þá að vinna okkur. Leikurinn fyrir tveimur árum var ótrúlegur. Minn fyrsti leikur á stórmóti og vonandi getum við fylgt því eftir núna.“

Klippa: Viggó segir að Danir fái alvöru leik í kvöldFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.