Handbolti

Öruggir sigrar hjá Svíum og Svart­fellingum í fyrstu leikjunum í milli­riðlunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svíinn Emil Mellegard á flugi í leiknum á móti Rússum í dag.
Svíinn Emil Mellegard á flugi í leiknum á móti Rússum í dag. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK

Svíþjóð og Svartfjallaland unnu sannfærandi sigra á EM í handbolta í dag en þá hófst keppni í milliriðlinum tveimur.

Svíar stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu Rússa með sex marka sigri, 29-23. Svíar unnu aðeins einn af leikjum sínum í riðlakeppninni en Rússar fengu fullt hús.

Hampus Wanne var besti maður leiksins með níu mörk í aðeins tíu skotum en Valter Chrintz skoraði fimm mörk. Andreas Palicka varði líka vel í sænska markinu.

Svartfellingar unnu sex marka sigur á kórónveiruhrjáðu liði Króata, 32-26, en Króatar réðu ekkert við nágranna sína í dag.

Branko og Milos Vujovic skoruðu báðir sjö mörk í leiknum og Nebojsa Simic varði mjög vel í markinu.

Svarfellingar eru því komnir með tvö stig eins og við Íslendingar en þeir fylgdu Dönum upp í milliriðilinn en Danir tóku bæði stigin með sér. Svíar eru líka með tvö stig og Rússar tóku tvö stig með sér upp úr riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.