Fleiri fréttir

Afríkumeistararnir töpuðu fyrir Miðbaugs-Gíneu

Afríkumeistarar Alsír töpuðu gegn Miðbaugs-Gíneu, 1-0, í lokaleik dagsins í Afríkukeppninni. Tap meistarana verður að teljast afar óvænt í ljósi þess að liðið hafði ekki tapað í síðustu 25 leikjum í röð.

Þessir eru taldir líklegastir til að taka við Everton

Rafael Benitez var í dag rekin úr starfi sem knattspyrnustjóri Everton. Talið er að Duncan Ferguson muni taka við liðinu sem bráðabirgðastjóri en Ferguson gerði slíkt hið sama þegar Marco Silva var rekinn frá Everton í desember 2019.

Rafael Benitez rekinn

Rafael Benitez hefur verið rekinn frá Everton en félagið staðfesti það fyrr í dag. Árangur liðsins undir stjórn Benitez hefur alls ekki verið nógu góður en félagið er aðeins 6 stigum frá fallsvæðinu með 19 stig í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Everton hefur aðeins unnið 5 deildarleiki á tímabilinu.

Finnst ó­þægi­legt að spila við Brent­ford

„Það er mjög óþægilegt að spila á móti Brentford ef ég er hreinskilinn. Þeir spila oftast öðruvísi en hvernig þeir spiluðu gegn okkur í dag gerði okkur erfitt fyrir,“ sagði Jürgen Klopp eftir 3-0 sigur sinna manna á Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Har­ri­son með þrjú er Leeds vann West Ham í marka­leik

Leeds United vann 3-2 sigur á West Ham United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var einkar fjörugur og undir lok leiks voru mörk dæmd af báðum liðum. Þá fékk Jarrod Bowen sannkallað dauðafæri til að jafna metin í uppbótartíma.

Durant meiddur enn á ný

Kevin Durant, einn albesti körfuboltamaður síðari ára, meiddist í nótt og er óttast að hann gæti verð frá í dágóðan tíma. Hann fékk högg á hnéð er liðsfélagi hans lenti illa á honum. Atvikið má sjá í fréttinni.

Guð­laugur Victor og fé­lagar í Schalke 04 mis­stigu sig

Þýska stórliðið Schalke 04 náði aðeins jafntefli er Holstein Kiel kom í heimsókn á Veltins-völlinn í Gelsenkirchen í B-deildinni þar í landi, lokatölur 1-1. Guðlaugur Victor Pálsson var fyrirliði Schalke í leiknum.

New­cast­le að sækja þýskan lands­liðs­mann

Hið nýríka knattspyrnu Newcastle United er í þann mund að festa kaup á sínum þriðja leikmanni í janúarfélagaskiptaglugganum. Vinstri bakvörðurinn Robin Gosens ku vera á leið til félagsins frá Atalanta á Ítalíu.

Marti­al segir Ralf ljúga

Lífið virðist ekki leika við Manchester United þessa dagana. Liðið henti frá sér 2-0 forystu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og nú hefur Anthony Martial, franski framherji liðsins, ásakað þjálfara þess um lygar.

„Ég er búinn að sakna ensku úrvalsdeildarinnar“

Philippe Coutinho stal senunni í 2-2 jafntefli Aston Villa við Manchester United í gær. Coutinho kom inn af varamannabekknum í sínum fyrsta leik fyrir Aston Villa og bæði skoraði og lagði upp mark á sínum fyrstu 15 mínútum í treyju Villa.

PSG ekki í vandræðum án Messi

Lionel Messi var ekki með PSG í kvöld þar sem hann er enn þá að jafna sig eftir Covid-19 smit. París fór þó auðveldelga í gegnum Brest í 2-0 sigri í frönsku Ligue 1 deildinni í kvöld.

Salah tryggði Egyptalandi sigur

Mohamed Salah og félagar í egypska landsliðinu eru skrefi nær 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar eftir sigur í dag.

Sverrir Ingi í sigurliði og Hjörtur fékk klukkutíma

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn og hélt hreinu í 3-0 sigri PAOK á OFI í grísku ofurdeildinni í dag. Hjörtur Hermannsson átti einnig leik fyrr í dag en hann spilaði þó bara rúman klukkutíma í tapleik í ítölsku Seríu B.

Flugeldasýning í endurkomu Coutinho

Philippe Coutinho stal senuninni í sínum fyrsta leik fyrir Aston Villa í 2-2 jafntefli liðsins gegn Manchester United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

„Morgunljóst að íþróttahreyfingin þarf á enn frekari stuðningi að halda“

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur kallað eftir stuðningi stjórnvalda við íþróttafélög á Íslandi. Rætt hefur verið um það síðustu daga að hinir ýmsu iðnaðir og atvinnugreinar þurfa á stuðningi að halda frá hinu opinbera vegna takmarkanna en Hannesi finnst eins og íþróttafélög hafi gleymst í þeirri umræðu.

Sjá næstu 50 fréttir