Heimamenn í Madríd leiddu leikinn frá fyrstu körfu til þeirra síðustu og náðu mest 30 stiga forystu. Real Madrid styrkir stöðuna sína á toppi deildarinnar með sigrinum en liðið er með 10 stiga forskot á Barcelona sem er í öðru sæti. Real Madrid hefur þó leikið 3 leikjum meira en Katalónanir.
Tryggvi spilaði 16 mínútur í kvöld og gerði 6 stig ásamt því að taka 6 fráköst í leiknum.