Sport

Marseille dæmt í félagaskipta bann af FIFA

Atli Arason skrifar
Pape Gueye, leikmaður Marseille.
Pape Gueye, leikmaður Marseille. Getty

Franska félagið Marseille hefur verið dæmt í félagaskipta bann af alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA.

Samkvæmt dóminum mun félagið missa af næstu tveimur félagaskipta gluggum og mun bannið taka gildi undir lok þessa tímabils.

Félagið var dæmt í bann vegna félagaskipta Senegalans Pape Gueye en hann skrifaði undir samning hjá félaginu sumarið 2020 en 17 klukkustundum áður hafði hann skrifað undir samning við enska félagið Watford. FIFA metur það svo að Gueye og Marseille hefðu beitt ólöglegum brögðum til að fá félagaskipti hans til franska liðsins í gegn. Marseille þarf einnig að greiða sekt upp á 2,8 milljónir Bandaríkjadala.

Marseille hefur ekki gefið út neina formlega tilkynningu annað en svo að liðið muni áfrýja ákvörðun FIFA til CAS dómstólsins í Sviss.

Það var franska blaðið L‘Equipe sem greindi fyrst frá málinu en það kemst í hámæli eftir leik Senegals og Gíneu í Afríkukeppninni á föstudaginn síðastliðin. Þá er þjálfari Senegals, Aliou Cissé, spurður af því hvers vegna Pape Gueye var ekki í hóp og Cissé svaraði því að á leikdegi hefðu lögmenn Gueye haft samband við hann og látið vita að FIFA myndi líklega setja leikmanninn í bann og það var svo síðar staðfest fimm mínútum fyrir leikinn sjálfan gegn Gíneu. Þess vegna hafi Gueye ekki verið í hóp fyrir þann leik en Gueye spilaði í opnunarleik Senegals gegn Simbabve á mánudaginn. Pape Gueye mun sjálfur fara í 4 mánaða leikbann fyrir sinn þátt í málinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.