Sigvaldi tók undir að íslenska liðið hefði gert sér erfitt fyrir í kvöld:
„Seinni hálfleikur var ekki nógu góður. 5-1 vörnin hjá þeim var rosalega góð en við fengum tvö stig svo að ég er sáttur,“ sagði Sigvaldi.
Hann var markahæstur Íslands með átta mörk úr tíu skotum og sum markanna voru svo sannarlega af dýrara taginu:
„Ég er bara að njóta núna. Það er gaman að spila 60 mínútur og ég fæ fullt af sendingum. Ómar, Janni og Viggó eru allir duglegir að senda á mig og ég ætla bara að halda áfram,“ sagði Sigvaldi.
Ísland náði um tíma fimm marka forskoti í seinni hálfleik en lenti svo í miklum vandræðum á lokakaflanum og rétt náði að kreista fram sigur:
„Þetta voru mjög erfiðar lokamínútur. Stemningin var þeirra megin og við áttum mjög erfitt með að komast í þennan gír í lokin, en fengum nokkur krúsjal mörk og vörslur,“ sagði Sigvaldi.