Fleiri fréttir

Lewandowski skoraði þrjú er Bayern vann örugg­lega

Markamaskínan Robert Lewandowski hefur nú skorað 300 mörk í þýsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði þrennu er topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, Bayern München vann þægilegan 4-0 sigur á Köln.

Vill sjá enn meira frá De Bru­yne

„Við áttum sigurinn fyllilega skilið. Hvernig við spiluðum, allt sem við gerðum. Megum ekki gleyma því að við vorum að spila við Evrópumeistarana og að þeir eru með ótrúlega gott lið,“ sagði sigurreifur Pep Guardiola að loknum 1-0 sigri Manchester City á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Öruggt hjá Manchester-liðunum

Báðum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu er nú lokið. Manchester United vann 5-0 sigur á Birmingham City á meðan Manchester City van 3-0 sigur á Aston Villa.

Refsuðu um leið og við gáfum þeim færi á því

„Það er bara fyrst og fremst heiður. Einhverskonar verðlaun fyrir vel unnin störf. Maður er mjög stoltur að vera kominn inn í þennan hóp fyrir þetta verkefni og fá smjörþefinn af þessu,“ sagði Viktor Karl Einarsson á fjarfundi eftir landsleik Íslands og Suður-Kóreu fyrr í dag.

Saga stal 5. sætinu af Ármanni

Saga tryggði sér sigur í innbyrðis viðureignum sínum gegn Ármanni í gærkvöldi með 16-7 sigri í þessum fyrsta leik Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO.

Umfjöllun: Ísland - Suður-Kórea 1-5 | Himinn og haf á milli Íslands og Suður-Kóreu

Það var fátt um fína drætti frá íslenska landsliðinu þegar það mætti Suður-Kóreu í dag í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag. Leikurinn endaði með tapi, 1-5 en það var vitað fyrirfram að um erfitt verkefni væri að ræða. Jákvætt var þó að Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði sitt fyrsta mark og Hákon Rafn Valdimarsson varði víti í leiknum en það er ekki margt annað sem hægt er að líta jákvæðum augum.

Guð­björg Jóna bætti eigið Ís­lands­met

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir bætti eigið Íslandsmet í 60 metra spretthlaupi í dag. Ef Guðbjörg Jóna hefði ekki gert það hefði Tiana Ósk Whitworth átt metið þar sem hún bætti einnig tímann sem Guðbjörg átti fyrir hlaup dagsins.

Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka

Gylfi Þór Sigurðs­son, leik­maður E­ver­ton og ís­lenska lands­liðsins í knatt­spyrnu, verður á­fram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lög­regla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku.

Minntist látins fé­laga gegn Ís­landi

Hinn 24 ára gamli markvörður Gustavo Capdeville minntist góðs vinar síns og fyrrverandi liðsfélaga Aldredo Quintana í leik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í handbolta í gær.

Der­by úr öskunni í eldinn

Tímabilið hefur ekki beint verið dans á rósum hjá enska B-deildarliðinu Derby County. Liðið situr á botni deildarinnar eftir að 21 stig var tekið af þeim vegna fjárhagsvandræða. Þá hefur liðið verið sett í félagaskiptabann.

Bjarki Steinn lánaður í C-deildina | Venezia semur við Nani

Bjarki Steinn Bjarkason hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Venezia til Catanzaro sem leikur í C-deildinni þar í landi. Ástæðan var eflaust sú að Venezia hafði ákveðið að sækja fyrrverandi leikmann Manchester United, Nani, til að krydda upp á sóknarleikinn.

Auba­mey­ang ekki með Gabon vegna hjarta­vand­amála

Pierre-Emerick Aubameyang var ekki með Gabon í leik liðsins gegn Ghana í Afríkukeppninni í gær vegna hjartavandamála. Það kom ekki að sök þó Gabon hafi verið án síns besta leikmanns en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Á­fram laus gegn tryggingu

Gylfi Þór Sigurðs­son, leik­maður enska knatt­spyrnu­liðsins E­ver­ton, verður á­fram laus gegn tryggingu fram til mið­viku­dagsins í næstu viku, 19. janúar.

Dort­mund fylgir fast á hæla Bayern

Borussia Dortmund vann öruggan 5-1 sigur á Freiburg í eina leik kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Dortmund er nú aðeins þremur stigum á eftir toppliði Bayern.

Ýmir: Kveikir í mér að sjá þá pirraða og tuðandi

„Við fengum langan tíma í þennan undirbúning svo við vissum alveg – höfum spilað við þá áður – að þeir voru að fara svæfa okkur. Byrja rólega, klippa inn hornin, ekkert að gerast, svo kemur kerfið og vona að við séum komnir á hælana og svo kemur árásin,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, um mótherja Íslands á EM í handbolta í kvöld.

„Vorum aldrei að fara að tapa þessu“

„Þetta var rock solid frammistaða hjá okkur. Í vörn og sókn. Við hikstuðum kannski smá þegar þeir fóru í 5-1 vörn. Ég er mjög sáttur með þetta,“ sagði fyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Portúgal á EM í kvöld.

„Vorum með á­kveðið plan sem við fylgdum eftir“

„Hún er frábær. Þetta var rosalega vel útfærður leikur hjá strákunum. Hann fór í raun alveg eins og við vorum búnir að planleggja,“ sagði hæstánægður Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, um tilfinninguna að loknum frábærum fjögurra marka sigri Íslands á Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM í handbolta.

Ég skal svara þessari spurningu eftir helgi

Vestramenn fengu sannkallaða líflínu í fallbaráttunni í Subway deildinni í kvöld, þegar þeir lögðu ÍR í TM Hellinum, 78-79.  Við spurðum Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Vestra, hvernig tilfinningin væri svona rétt eftir leik.

Úrvalsdeildin í rafíþróttum fær nýtt nafn

Keppni í úrvalsdeildinni í rafíþróttum CS:GO á Stöð 2 Esports er hafin á ný og verður undir merkjum Ljósleiðarans næstu þrjú árin. Deildin mun heita Ljósleiðaradeildin en nýtt útlit var kynnt til leiks þegar deildin fór aftur af stað eftir áramót. 

Lærisveinar Alfreðs byrja EM á sigri

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá þýska landsliðinu í handbolta byrja Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu á sigri. Þýskaland mætti Hvíta-Rússlandi í kvöld og vann fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29.

Sjá næstu 50 fréttir