Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2021 09:00 Henry Birgir Gunnarsson, Hannes S. Jónsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og Ásmundur Einar Daðason við Pallborðið í gær. Vísir/Vilhelm Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. Ísland hefur um árabil verið á undanþágu hjá alþjóðasamböndum til að spila í Laugardalshöll í undankeppnum stórmóta í körfubolta og handbolta. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þolinmæði FIBA sé á þrotum og þegar að ekki var hægt að spila í Laugardalshöll vegna vatnsskemmda voru skilaboðin einföld: Engin höll á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. „Mönnum finnst þetta bara skrýtið, að við getum ekki gert þetta. Það er það sem FIBA segir. Það er ekki til neitt hús eins og staðan er akkúrat í dag,“ sagði Hannes í Pallborðinu í gær, þar sem íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, voru einnig. Klippa: Pallborðið - Hannes bauð ráðherra til Ítalíu Ekki er ljóst hvenær hægt verður að keppa í íþróttum að nýju í Laugardalshöll en það verður tæplega fyrr en næsta vor eða sumar. Karlalandsliðið í körfubolta varð að skipta við Rússa á heimaleik, og spila í Pétursborg í síðasta mánuði í stað þess að spila á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að mæta Rússum í Laugardalshöll næsta sumar. Í febrúar eru hins vegar tveir leikir á dagskrá gegn Ítalíu sem allt útlit er fyrir að þurfi báðir að fara fram á Ítalíu. „Auðvitað erum við öll að vinna í því að eitthvað geti gerst, en því miður stefnir í það að við séum að fara að spila tvo leiki á útivelli við Ítalíu í lok febrúar, þegar við ættum að eiga heimaleik og útileik við Ítalíu. Það verður bara gaman að fá ráðherra og ríkisstjórn og fleiri til að mæta á heimaleikinn okkar á Ítalíu,“ segir Hannes. Pallborðið Handbolti Körfubolti Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Sjá meira
Ísland hefur um árabil verið á undanþágu hjá alþjóðasamböndum til að spila í Laugardalshöll í undankeppnum stórmóta í körfubolta og handbolta. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þolinmæði FIBA sé á þrotum og þegar að ekki var hægt að spila í Laugardalshöll vegna vatnsskemmda voru skilaboðin einföld: Engin höll á Íslandi uppfyllir kröfur FIBA. „Mönnum finnst þetta bara skrýtið, að við getum ekki gert þetta. Það er það sem FIBA segir. Það er ekki til neitt hús eins og staðan er akkúrat í dag,“ sagði Hannes í Pallborðinu í gær, þar sem íþróttamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, voru einnig. Klippa: Pallborðið - Hannes bauð ráðherra til Ítalíu Ekki er ljóst hvenær hægt verður að keppa í íþróttum að nýju í Laugardalshöll en það verður tæplega fyrr en næsta vor eða sumar. Karlalandsliðið í körfubolta varð að skipta við Rússa á heimaleik, og spila í Pétursborg í síðasta mánuði í stað þess að spila á Íslandi. Vonir standa til þess að hægt verði að mæta Rússum í Laugardalshöll næsta sumar. Í febrúar eru hins vegar tveir leikir á dagskrá gegn Ítalíu sem allt útlit er fyrir að þurfi báðir að fara fram á Ítalíu. „Auðvitað erum við öll að vinna í því að eitthvað geti gerst, en því miður stefnir í það að við séum að fara að spila tvo leiki á útivelli við Ítalíu í lok febrúar, þegar við ættum að eiga heimaleik og útileik við Ítalíu. Það verður bara gaman að fá ráðherra og ríkisstjórn og fleiri til að mæta á heimaleikinn okkar á Ítalíu,“ segir Hannes.
Pallborðið Handbolti Körfubolti Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Sjá meira