Handbolti

Aron og félagar fjarlægjast toppliðin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg þurftu að sætta sig við tap gegn Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg þurftu að sætta sig við tap gegn Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld. EPA-EFE/RENE SCHUETZE

Aron Pálmarsson og félagar hans í danska liðinu Álaborg máttu þola þriggja marka tap er liðið heimsótti THW Kiel til þýskalands í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 31-28.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og mikið skorað. Liðin skiptust á að hafa forystuna og þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður var allt jafnt, 11-11. Þá tóku heimamenn í Kiel við sér og náðu mest fjögurra marka forskoti. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 17-14, heimamönnum í vil.

Heimamenn í Kiel héldu Aroni og félögum hæfilega langt frá sér allan seinni hálfleikinn. Mest náðu þeir sex marka forskoti, en þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka náðu gestirnir frá Álaborg góðu áhlaupi og minnkuðu muninn í eitt mark.

Nær komust þeir þó ekki og niðurstaðan varð þriggja marka sigur Kiel, 31-28.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk úr sjö skotum fyrir gestina, en liðið situr nú í þriðja sæti A-riðils með átta stig eftir sjö leiki, þremur stigum á eftir Montpellier og Kiel sem eru jöfn í fyrsta og öðru sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.