Sport

Dagskráin í dag: Olís-deildin, Subway-deildin, golf, fótbolti og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dominykas Milka og félagar hans í Keflavík taka á móti Valsmönnum í Subway-deild karla í kvöld.
Dominykas Milka og félagar hans í Keflavík taka á móti Valsmönnum í Subway-deild karla í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á eitthvað fyrir alla á þessum fína föstudegi, en alls eru átta beinar útsendingar í boði í dag.

Dagurinn hefst snemma, en klukkan 07:00 á Stöð 2 Golf hefst bein útsending frá DP World Tour Championship sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Golfið heldur áfram klukkan 17:00, en þá hefst útsending frá The RSM Classic á Stöð 2 Golf, en það er hluti af PGA-mótaröðinni.

LPGA-mótaröðin lætur sig ekki vanta, en klukkan 19:00 hefst bein útsending frá CME Group Tour Championship á Stöð 2 Sport 4.

Klukkan 19:20 er komið að Olís-deild kvenna þar sem Stjarnan og Fram eigast við á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 19:40 hefst svo útsending frá leik QPR og Luton í ensku 1. deildinni á Stöð 2 Sport 3 áður en Subway-deild karla tekur við á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 þegar Keflvíkingar taka á móti Valsmönnum.

Að þeim leik loknum er svo Subway körfuboltakvöld á dagskrá á Stöð 2 Sport.

Að lokum er Vodafonedeildin í CS:GO á dagskrá á Stöð 2 eSport klukkan 20:15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×