Sara Sigmunds í forsíðumyndatöku í kirkju í Sutton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 09:00 Sara Sigmundsdóttir krossaði fingur þegar hún talað um möguleika sinn á því að keppa á CrossFit móti í desember, átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir eyðir vetrarmánuðunum í Dúbaí að undirbúa sig fyrir fyrsta CrossFit mótið eftir krossbandsslit. Hún skrapp samt til Englands og Íslands í síðustu viku enda kalla fyrirsætustörfin á okkar konu á milli heimsálfa. Meðal verkefna í Englandi voru tvær forsíðumyndatökur, önnur í vöruhúsi WIT og hin á enn óvenjulegri stað. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) Sara var mætt til Englands til að undirbúa svartan fössara fyrir WIT sem er einmitt að framleiða íþróttavörulínu Söru. Menn hjá WIT ætla greinilega að selja mikið af Söru vörum á svarta föstudeginum í næstu viku. WIT setti saman myndband með því sem á gekk hjá Söru í Bretlandi og má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. „Þetta hefur verið erilsöm en mjög skemmtileg vika,“ sagði Sara Sigmundsdóttir sem hefur alltaf nóg að gera þessa dagana þegar hún lendir í Englandi. „Ég fór í flotta myndatöku í gær fyrir tímarit og hún var í kirkju. Ég hef aldrei farið áður í myndatöku í kirkju. Það var hápunktur ferðarinnar,“ sagði Sara. „Ég kom frá Dúbaí á sunnudaginn og náði mjög góðum æfingadegi á mánudaginn. Ég náði fullum æfingadegi og einum fundi. Þriðjudagurinn og miðvikudagurinn voru mjög þéttir og þessi fimmtidagur hófst á hópæfingum með öllu WIT liðinu,“ sagði Sara. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=8ykyQM2854M">watch on YouTube</a> „Ég fékk að þjálfa allt starfsfólkið hjá WIT, Ég veit ekki hvað eru mörg ár síðan ég þjálfaði síðast. Það var stórkostlegt og þvílíkt gaman. Andrúmsloftið var þannig að það minntir þig á það af hverju þú ert í CrossFit og af hverju þú elskar að gera þessar æfingar. Góð tónlist, allir á fullu og það voru líka allir að hvetja hverja aðra,“ sagði Sara „Það er smá fundur í dag og svo fer ég heim til Íslands. Svo flýg ég aftur til Dúbaí og reyni að undirbúa mig fyrir Dúbaí Championship,“ sagði Sara. Sara krosslagði fingurnar í framahaldinu en hún eins og aðrir vita að það þarf mikið að ganga upp svo hún getir keppt á CrossFit móti aðeins átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. CrossFit Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Meðal verkefna í Englandi voru tvær forsíðumyndatökur, önnur í vöruhúsi WIT og hin á enn óvenjulegri stað. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) Sara var mætt til Englands til að undirbúa svartan fössara fyrir WIT sem er einmitt að framleiða íþróttavörulínu Söru. Menn hjá WIT ætla greinilega að selja mikið af Söru vörum á svarta föstudeginum í næstu viku. WIT setti saman myndband með því sem á gekk hjá Söru í Bretlandi og má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. „Þetta hefur verið erilsöm en mjög skemmtileg vika,“ sagði Sara Sigmundsdóttir sem hefur alltaf nóg að gera þessa dagana þegar hún lendir í Englandi. „Ég fór í flotta myndatöku í gær fyrir tímarit og hún var í kirkju. Ég hef aldrei farið áður í myndatöku í kirkju. Það var hápunktur ferðarinnar,“ sagði Sara. „Ég kom frá Dúbaí á sunnudaginn og náði mjög góðum æfingadegi á mánudaginn. Ég náði fullum æfingadegi og einum fundi. Þriðjudagurinn og miðvikudagurinn voru mjög þéttir og þessi fimmtidagur hófst á hópæfingum með öllu WIT liðinu,“ sagði Sara. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=8ykyQM2854M">watch on YouTube</a> „Ég fékk að þjálfa allt starfsfólkið hjá WIT, Ég veit ekki hvað eru mörg ár síðan ég þjálfaði síðast. Það var stórkostlegt og þvílíkt gaman. Andrúmsloftið var þannig að það minntir þig á það af hverju þú ert í CrossFit og af hverju þú elskar að gera þessar æfingar. Góð tónlist, allir á fullu og það voru líka allir að hvetja hverja aðra,“ sagði Sara „Það er smá fundur í dag og svo fer ég heim til Íslands. Svo flýg ég aftur til Dúbaí og reyni að undirbúa mig fyrir Dúbaí Championship,“ sagði Sara. Sara krosslagði fingurnar í framahaldinu en hún eins og aðrir vita að það þarf mikið að ganga upp svo hún getir keppt á CrossFit móti aðeins átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð.
CrossFit Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira