Arnar Guðjónsson: Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2021 22:46 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fylgdist með sigri sinna manna úr stúkunni í kvöld. Vísir/Bára Stjörnumenn unnu góðan 87-73 sigur á Tindastól í síðasta leiknum fyrir landsleikjafrí í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en að lokum voru það heimamenn úr Garðabænum sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í banni í kvöld en fylgdist auðvitað með leiknum úr stúkunni. Honum var mjög létt eftir sigurinn í kvöld. „Gríðarlega sáttur, okkur veitti ekki af sigrinum. Búnar að vera þungar síðustu tvær vikur og því var þetta bara mjög kærkomið. Mér fannst við á köflum spila mjög vel, mér fannst hluti af fyrri hálfleik gríðarlega góður og svo bara sigldum við þessu heim hérna í þriðja leikhluta,“ sagði Arnar og var eins og þungu fargi hafi verið af honum létt en fyrir leikinn hafði Stjarnan tapað niður forystu gegn Val og KR. Stjarnan lenti undir í upphafi en eftir um fimm mínútna leik tóku þeir yfir leikinn í um tíu mínútur. Tindastóll klóraði í bakkann og tókst að jafna í upphafi síðari hálfleiks en svo var aftur komið að Stjörnunni. „Upphafið á seinni hálfleik var dapurt, bara vondur körfubolti. Mér fannst við svona komast fyrr upp úr þessari holu sem bæði lið voru að djöflast í. Það kannski gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar. Liðið spilaði góða vörn í leiknum í dag og tók meðal annars 15 fleiri fráköst en lið Tindastóls. Arnar segir að vörnin í bland við framlag nokkurra leikmanna, meðal annars frá Ragnari Nathanaelssyni, hafi skilað sigrinum í dag. „Margir sem komu með eitthvað að borðinu. Raggi Nat var ‚outstanding‘ í dag og bara besti maður vallarins. Hann virkar í sumum aðstæðum og hann mætti í kvöld. Þetta er ekkert grín að vera þolinmóður og það koma leikir þar sem hann virkar ekki og þá þarf hann bara að sitja og klappa. Hann var tilbúinn þegar tækifærið kom og stóð sig virkilega vel í dag,“ sagði Arnar. Ragnar spilaði ekki eina sekúndu í síðasta leik en fékk tækifærið í dag. Arnar endurtók það að Ragnar virki ekki alltaf. „KR-ingar eru með lið sem hentar honum mjög illa. Hann er með kosti sem aðrir hafa ekki og þar af leiðandi veikleika sem aðrir hafa ekki. Hann var klár í kvöld, þetta er lið sem hentar honum og hann var ‚outstanding‘,“ sagði Arnar. Framundan er líkt og fyrr segir landsleikjafrí. Arnar segir liðið þurfa að bæta sig heilt yfir, en fyrst og fremst hafi liðið þurft þennan sigur í kvöld. „Við ætlum bara að reyna að vera betri, þetta var ekkert framúrskarandi leikur. Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom. Það var í raun og veru, bara með fullri virðingu, okkur var drullu sama hvernig hann kæmi en hann þurfti að koma og hann kom. Þetta hjálpar mikið inn í fríið,“ sagði Arnar að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira
„Gríðarlega sáttur, okkur veitti ekki af sigrinum. Búnar að vera þungar síðustu tvær vikur og því var þetta bara mjög kærkomið. Mér fannst við á köflum spila mjög vel, mér fannst hluti af fyrri hálfleik gríðarlega góður og svo bara sigldum við þessu heim hérna í þriðja leikhluta,“ sagði Arnar og var eins og þungu fargi hafi verið af honum létt en fyrir leikinn hafði Stjarnan tapað niður forystu gegn Val og KR. Stjarnan lenti undir í upphafi en eftir um fimm mínútna leik tóku þeir yfir leikinn í um tíu mínútur. Tindastóll klóraði í bakkann og tókst að jafna í upphafi síðari hálfleiks en svo var aftur komið að Stjörnunni. „Upphafið á seinni hálfleik var dapurt, bara vondur körfubolti. Mér fannst við svona komast fyrr upp úr þessari holu sem bæði lið voru að djöflast í. Það kannski gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar. Liðið spilaði góða vörn í leiknum í dag og tók meðal annars 15 fleiri fráköst en lið Tindastóls. Arnar segir að vörnin í bland við framlag nokkurra leikmanna, meðal annars frá Ragnari Nathanaelssyni, hafi skilað sigrinum í dag. „Margir sem komu með eitthvað að borðinu. Raggi Nat var ‚outstanding‘ í dag og bara besti maður vallarins. Hann virkar í sumum aðstæðum og hann mætti í kvöld. Þetta er ekkert grín að vera þolinmóður og það koma leikir þar sem hann virkar ekki og þá þarf hann bara að sitja og klappa. Hann var tilbúinn þegar tækifærið kom og stóð sig virkilega vel í dag,“ sagði Arnar. Ragnar spilaði ekki eina sekúndu í síðasta leik en fékk tækifærið í dag. Arnar endurtók það að Ragnar virki ekki alltaf. „KR-ingar eru með lið sem hentar honum mjög illa. Hann er með kosti sem aðrir hafa ekki og þar af leiðandi veikleika sem aðrir hafa ekki. Hann var klár í kvöld, þetta er lið sem hentar honum og hann var ‚outstanding‘,“ sagði Arnar. Framundan er líkt og fyrr segir landsleikjafrí. Arnar segir liðið þurfa að bæta sig heilt yfir, en fyrst og fremst hafi liðið þurft þennan sigur í kvöld. „Við ætlum bara að reyna að vera betri, þetta var ekkert framúrskarandi leikur. Það sem þurfti í Garðabæinn var sigur og hann kom. Það var í raun og veru, bara með fullri virðingu, okkur var drullu sama hvernig hann kæmi en hann þurfti að koma og hann kom. Þetta hjálpar mikið inn í fríið,“ sagði Arnar að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 87-73 | Öruggur sigur Stjörnumanna Stjarnan vann í kvöld nokkuð öruggan 14 stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 87-73. 18. nóvember 2021 22:04