Fleiri fréttir

Í liði vikunnar þrjár vikur í röð

Kanadíska knattspyrnukonan Shelina Zadorsky, miðvörður Tottenham Hotspur, hefur verið valin í lið vikunnar í ensku Ofurdeildinni þrjár vikur í röð, en hingað til hefur liðið aðeins leikið fjóra leiki á tímabilinu.

Segist hafa verið neyddur í bólusetningu

Andrew Wiggins, leikmaður Golden State Warriors, segist hafa verið neyddur til að bólusetja sig gegn kórónuveirunni til að geta haldið áfram að spila í NBA-deildinni í körfubolta.

Andrarnir í hópnum eru báðir tæpir

Andri Fannar Baldursson og Andri Lucas Guðjohnsen eru báðir að glíma við meiðsli og Eiður Smári Guðjohnsen veit ekki hvort sonur sinn getur spilað í leikjunum sem eru framundan.

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari sátu fyrir svörum.

Frá Kristianstad til Selfoss

Björn Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss í fótbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Rjúpnaveiðin hefst 1. nóvember

Það er mikill fjöldi skotveiðimanna og kvenna sem bíður með mikilli tilhlökkun eftir því að rjúpnaveiðar hefjist.

Jón Guðni með slitið krossband

Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Hammarby, er með slitið krossband í hné og verður frá keppni næstu níu mánuðina.

„Sannfærður um að Borgnesingar leysi þetta mál“

Formaður KKÍ segir vandamál íþróttahreyfingarinnar kristallast í því neyðarástandi sem nú ríkir hjá Skallagrími sem gæti þurft að draga körfuboltalið sín úr keppni vegna skorts á sjálfboðaliðum og fjárhagslegum styrkjum. Ekkert lið kæmi í stað Skallagríms í úrvalsdeild kvenna ef liðið hætti við keppni og ekkert lið myndi þá falla í vor.

„Við verðum að taka til og hagræða“

„Við vorum með stóran hóp og mikla umgjörð, og við verðum að taka til og hagræða,“ segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Ljóst er að karlalið Vals kveður að minnsta kosti fimm leikmenn eftir vonbrigðatímabil og mikil óvissa ríkir um markvörðinn Hannes Þór Halldórsson.

Liverpool tilbúið að dæma hrækjarann í ævilangt bann

Liverpool hefur hafið rannsókn á stuðningsmanninum sem á að hafa hrækt á starfslið Manchester City í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann gæti fengið ævilangt bann frá leikjum á Anfield.

Ferguson gagnrýndi ákvörðun Solskjærs

Sir Alex Ferguson virtist gagnrýna Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir jafnteflið við Everton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Kleinur, pítsudeig og morgunvaktir niðri á bryggju vegna Evrópuævintýris

Leikmenn, sjálfboðaliðar, stjórnarmenn og aðrir sem að körfuknattleiksdeild Hauka koma hafa gert sitt til að sjaldséð Evrópuævintýri íslensks körfuboltaliðs verði að veruleika. Það kemur til með að kosta tæpar 12 milljónir fyrir Hauka að leika í Evrópubikar kvenna í ár.

„Salah er betri en Messi og Ronaldo“

Mohamed Salah er betri en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Þetta segir Chris Sutton, fyrrverandi framherji Blackburn Rovers, Chelsea, Celtic og fleiri liða.

Segist ekki vilja velja á milli fjöl­skyldunnar eða fót­boltans

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er gengin nokkra mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Hún vill vera ein þeirra afrekskvenna sem snýr aftur eftir barnsburð og þar með sýna að konur þurfi ekki að velja milli íþróttaferilsins eða að eiga fjölskyldu.

Loks búinn að finna sér nýtt lið

Hægri bakvörðurinn Serge Aurier er loks búinn að finna sér nýtt lið en hann fór frítt frá Tottenham Hotspur í sumar. Fílabeinsstrendingurinn samdi við spænska úrvalsdeildarfélagið Villareal í dag.

E­ver­ton vill fá Van de Beek

Mögulegt er að enska knattspyrnufélagið Everton geri tilboð í hollenska miðjumanninn Donny Van de Beek í janúar. Miðjumaðurinn hefur ekki fengið mikið að spila hjá Manchester United síðan hann gekk í raðir félagsins sumarið 2020.

Sjá næstu 50 fréttir