Darri segir að körfuboltinn sé að berjast fyrir tilverurétti sínum hjá Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 14:00 Kjartan Atli Kjartansson biður sérfræðinga sína að staðsetja pressuna á þjálfara Val á hitamæli Körfuboltakvölds. Skjámynd/S2 Sport Darri Freyr Atlason var í sínum fyrsta þætti af Körfuboltakvöldi í gær og þar fékk hann það verkefni ásamt hinum sérfræðingunum að meta það hversu mikil pressa væri á þjálfurum úrvalsdeildar karla fyrir fyrsta leik. Farið var yfir öll tólf lið deildarinnar og margir höfðu eflaust mikinn áhuga á að heyra mat Darra á pressunni á Hlíðarenda og út í KR en hann þekkir mjög vel til á báðum stöðum. Teitur Örlygsson er á því að það sé engin pressa á Helga Má Magnússon, nýráðnum þjálfara KR-liðsins. Sævar Sævarsson, Darri Freyr Atlason og Teitur Örlygsson voru sérfræðingar þáttarins.Skjámynd/S2 Sport „Það er engin pressa á Helga og Helgi fær alla þolinmæði í heimi núna með alla þessa ungu stráka og að byrja sinn þjálfaraferli. Ég held að það sé ekki kröfur um titil inn í KR núna,“ sagði Teitur og Darri byrjaði eiginlega bara að hlæja. Annar auli klúðraði þessu sögulega gengi „Ég myndi aldrei setja KR-liðið á græna litinn á svona hitakorti. Auðvitað er þetta öðruvísi tímabil núna því það var einhver annar auli sem klúðraði þessu sögulega gengi og hann er ekki með það á bakinu,“ sagði Darri sem þjálfari einmitt KR í fyrra þegar sjö ára sigurganga liðsins endaði. „Það er ekki pressa á titil en er ekki pressa á það að vera ekki að fara með KR það neðarlega að þetta verður svona vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Það var dramatík þegar Ingi fór þarna og þeir nenna ekki meiri dramatík í bili. Ég held að Helgi fái bara frið til þess að gera þetta og sjá hvað KR gerir á þessu ári. Svo taka þeir ákvörðun eftir það,“ sagði Teitur. Það var annað hljóð í þeim gagnvart Valsliðinu og Finni Frey Stefánssyni. Sævar vildi þó ekki ganga eins langt og Darri. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum KR og Vals „Mér finnst einhvern veginn þannig ára yfir körfuboltaklúbbnum þarna gagnvart handboltanum og fótboltanum, að það sé ekkert svo mikil pressa á þjálfaranum. Þeir eru með einn af topp þremur þjálfurum í deildinni í dag og ég held að það sé enginn þarna með pressu á þjálfaranum,“ sagði Sævar Sævarsson sem benti á það að félagið fer inn í tímabilið án þess að vera með bandarískan leikmann í liðinu. Ekki meiri pressa á neinum öðrum þjálfara „Fyrir mér er ekki meiri pressa á neinum þjálfara heldur en Finni. Mér finnst það alveg í hans verkahring líka að setja rétta pressu á fólkið sem hann er að vinna með til þess að vera með eins gott lið í höndunum og hann getur verið með„ ,“ sagði Darri og vísar þar í það að Valsmenn mæta kanalausir til leiks. Þeir hafa aftur á móti fengið til síns sterka erlenda leikmenn. „Þegar ég hugsa til árangursins sem hann á að ná með þetta Valslið. Með þennan hóp eiga bara að verða Íslandsmeistarar og ekki að vera að pæla í neinu öðru,“ sagði Darri. „Sjáið hvernig hann var í fyrra, kom alltaf í viðtöl og var að draga úr þessu öllu. Ekki kemur pressan frá þessum hundrað áhorfendum sem mættu á leikina í úrslitakeppnina,“ sagði Sævar. Voru ekki lengi að jafna sig í vor „Valur þekkir ekkert annað en að eyða fullt af peningum í íþróttalið. Það er ekki eins og þetta sé Þór Akureyri eða eitthvað. Ég held að þetta sé ekki alveg eins og í handboltanum og fótboltanum í Val þar sem er rosaleg pressa og þvílík sigurhefð. Ég held að það sé ekki svoleiðis í körfunni,“ sagði Teitur sem segir að Valsmenn hafi örugglega ekki verið lengi að jafna sig eftir að þeir duttu út á móti KR í vor. „Ég er sammála því að þeir hafi ekki verið lengi að jafna sig. Pressan er að körfuboltadeildin fái að lifa innan þessa batteríis. Það þarf eitthvað að fara að gerast þar til þess að Valur nenni að vera með alvöru körfuboltalið. Það kallar á mikla fjárfestingu og ef þeir vinna ekki bikara þá er þerra ekki í boði á Hlíðarenda,“ sagði Darri. Það má horfa á alla umræðuna um KR og Val hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Valur KR Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Sjá meira
Farið var yfir öll tólf lið deildarinnar og margir höfðu eflaust mikinn áhuga á að heyra mat Darra á pressunni á Hlíðarenda og út í KR en hann þekkir mjög vel til á báðum stöðum. Teitur Örlygsson er á því að það sé engin pressa á Helga Má Magnússon, nýráðnum þjálfara KR-liðsins. Sævar Sævarsson, Darri Freyr Atlason og Teitur Örlygsson voru sérfræðingar þáttarins.Skjámynd/S2 Sport „Það er engin pressa á Helga og Helgi fær alla þolinmæði í heimi núna með alla þessa ungu stráka og að byrja sinn þjálfaraferli. Ég held að það sé ekki kröfur um titil inn í KR núna,“ sagði Teitur og Darri byrjaði eiginlega bara að hlæja. Annar auli klúðraði þessu sögulega gengi „Ég myndi aldrei setja KR-liðið á græna litinn á svona hitakorti. Auðvitað er þetta öðruvísi tímabil núna því það var einhver annar auli sem klúðraði þessu sögulega gengi og hann er ekki með það á bakinu,“ sagði Darri sem þjálfari einmitt KR í fyrra þegar sjö ára sigurganga liðsins endaði. „Það er ekki pressa á titil en er ekki pressa á það að vera ekki að fara með KR það neðarlega að þetta verður svona vandræðalegt,“ sagði Sævar Sævarsson. „Það var dramatík þegar Ingi fór þarna og þeir nenna ekki meiri dramatík í bili. Ég held að Helgi fái bara frið til þess að gera þetta og sjá hvað KR gerir á þessu ári. Svo taka þeir ákvörðun eftir það,“ sagði Teitur. Það var annað hljóð í þeim gagnvart Valsliðinu og Finni Frey Stefánssyni. Sævar vildi þó ekki ganga eins langt og Darri. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum KR og Vals „Mér finnst einhvern veginn þannig ára yfir körfuboltaklúbbnum þarna gagnvart handboltanum og fótboltanum, að það sé ekkert svo mikil pressa á þjálfaranum. Þeir eru með einn af topp þremur þjálfurum í deildinni í dag og ég held að það sé enginn þarna með pressu á þjálfaranum,“ sagði Sævar Sævarsson sem benti á það að félagið fer inn í tímabilið án þess að vera með bandarískan leikmann í liðinu. Ekki meiri pressa á neinum öðrum þjálfara „Fyrir mér er ekki meiri pressa á neinum þjálfara heldur en Finni. Mér finnst það alveg í hans verkahring líka að setja rétta pressu á fólkið sem hann er að vinna með til þess að vera með eins gott lið í höndunum og hann getur verið með„ ,“ sagði Darri og vísar þar í það að Valsmenn mæta kanalausir til leiks. Þeir hafa aftur á móti fengið til síns sterka erlenda leikmenn. „Þegar ég hugsa til árangursins sem hann á að ná með þetta Valslið. Með þennan hóp eiga bara að verða Íslandsmeistarar og ekki að vera að pæla í neinu öðru,“ sagði Darri. „Sjáið hvernig hann var í fyrra, kom alltaf í viðtöl og var að draga úr þessu öllu. Ekki kemur pressan frá þessum hundrað áhorfendum sem mættu á leikina í úrslitakeppnina,“ sagði Sævar. Voru ekki lengi að jafna sig í vor „Valur þekkir ekkert annað en að eyða fullt af peningum í íþróttalið. Það er ekki eins og þetta sé Þór Akureyri eða eitthvað. Ég held að þetta sé ekki alveg eins og í handboltanum og fótboltanum í Val þar sem er rosaleg pressa og þvílík sigurhefð. Ég held að það sé ekki svoleiðis í körfunni,“ sagði Teitur sem segir að Valsmenn hafi örugglega ekki verið lengi að jafna sig eftir að þeir duttu út á móti KR í vor. „Ég er sammála því að þeir hafi ekki verið lengi að jafna sig. Pressan er að körfuboltadeildin fái að lifa innan þessa batteríis. Það þarf eitthvað að fara að gerast þar til þess að Valur nenni að vera með alvöru körfuboltalið. Það kallar á mikla fjárfestingu og ef þeir vinna ekki bikara þá er þerra ekki í boði á Hlíðarenda,“ sagði Darri. Það má horfa á alla umræðuna um KR og Val hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Valur KR Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Sjá meira