Körfubolti

Skrautlegar spár í dag: ÍR spáð titlinum og Keflavík spáð neðsta sætinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson voru frábærir á síðasta tímabili og ætla sér titilinn í ár. Það spáði samt einhver þeim neðsta sætinu í spánni.
Hörður Axel Vilhjálmsson voru frábærir á síðasta tímabili og ætla sér titilinn í ár. Það spáði samt einhver þeim neðsta sætinu í spánni. Vísir/Hulda Margrét

Fulltrúar liðanna í Subway deild karla í körfubolta voru sumir að setja liðin í furðuleg sæti í spá sinni fyrir komandi tímabil en hún var birt á á Grand Hótel í dag. KKÍ sýndi fram á þetta svart á hvítu með því að sýna það hvar liðunum var spáð.

Körfuknattleikssambandið hélt í dag árlegan kynningarfund fyrir leiktíðina í úrvalsdeildum karla og kvenna og hápunkturinn var auðvitað sjálf spáin um lokaröðina í Subway deildunum.

Starfsmenn KKÍ hafa verið að taka saman spár fyrirliða, þjálfara og forráðamanna síðustu daga og þeir birtu ekki aðeins heildarstigatöluna í dag heldur einnig hversu oft liðunum var spáð í ákveðin sæti.

Með þessu komu nokkur leyndarmál og skrautlegar spár fram í dagsljósið.

Það er ljóst á því að sumir virðast hafa verið að reyna að hafa áhrif á spána með því að senda inn afar sérstakar spár.

ÍR, sem endaði í níunda sæti í spánni fyrir Subway deild karla, var þannig spáð Íslandsmeistaratitlinum af einhverjum.

Þá var Keflavík, sem endaði í öðru sæti í spánni, spáð neðsta sætinu af einhverjum.

Enn eitt dæmið var að tveir settu Tindastól í neðsta sætið en Stólarnir enduðu í fimmta sæti í spánni.

Spáin er leynileg og því kom ekki fram hverjir þetta voru.

Þetta má sjá á þessum nokkrum skjámyndum hér fyrir neðan.

Skjámynd/S2 Sport
Skjámynd/S2 Sport
Skjámynd/S2 Sport



Fleiri fréttir

Sjá meira


×