Fleiri fréttir

Mikael sagði fangelsismyndina mistök

Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er feginn að hafa fengið að skipta um félag á síðustu stundu áður en félagaskiptaglugginn lokaðist í vikunni. Hann segist hafa gert mistök með birtingu myndar á Instagram.

Ronaldo þakklátur Cavani fyrir númerið

Cristiano Ronaldo fékk það í gegn að hann myndi klæðast treyju númer sjö, líkt og hann er vanur, eftir endurkomuna til Manchester United. Hann kveðst þakklátur Edinson Cavani fyrir að hafa verið til í að skipta um númer.

Alfreð tjáir sig í fyrsta sinn um fráfall eiginkonu sinnar

Alfreð Gíslason ætlaði að hætta sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta þegar eiginkona hans, Kara Guðrún Melstað, greindist með krabbamein í byrjun maí en hún taldi honum hughvarf. Kara lést þann 31. maí.

Nafnarnir einum leik frá sínum hundraðasta lands­leik

Leikur Íslands og Rúmeníu í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu fer ekki í sögubækurnar. Lokatölur 2-0 gestunum í vil og möguleikar Íslands á að komast til Katar í jólafrí á næsta ári litlir sem engir. Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson eru þó einu skrefi nær að ná ótrúlegum áfanga með íslenska landsliðinu.

Þjálfari Noregs vill nýja ríkis­stjórn

Noregur gerði 1-1 jafntefli við Holland í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu á dögunum. Ståle Solbakken, þjálfari Norðmanna, var allt annað en sáttur með hversu fáir áhorfendur fengu að vera á leiknum.

„Þurfum að gera okkur grein fyrir hvar við erum staddir“

Arnar Þór Viðarsson þjálfari íslenska landsliðsins sagði stöðuna á liðinu núna svipaða og fyrir tíu árum þegar sú kynslóð sem leiddi liðið á tvö stórmót var að hefja sinn landsliðsferil. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 0-2 tapið gegn Rúmeníu í gærkvöld.

Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni

Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum.

Ronaldo fær sjöuna hjá Manchester United

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo fær að leika í treyju númer sjö hjá Manchester United líkt og hann gerði þegar hann lék með liðinu fyrir tólf árum. Edinson Cavani gefur sjöuna eftir og mun leika í treyju númer 21.

„Hannes var hundfúll og það er bara jákvætt“

Arnar Þór Viðarsson segir að valið á Rúnari Alex Rúnarssyni fram yfir Hannes Þór Halldórsson hafi tengst því hvernig hann vildi sjá íslenska liðið spila gegn Rúmeníu í kvöld. Hann segir að Hannes hafi að sjálfsögðu viljað byrja leikinn.

Jóhann Berg: Gríðar­legt svekk­elsi

„Bara gríðarlegt svekkelsi. Fannst fyrri hálfleikurinn flottur hjá okkur, við fáum gott færi sem við klárum á venjulegum degi. Þá er þetta allt annar leikur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, eftir svekkjandi 0-2 tapi gegn Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld.

Englendingar á toppi I-riðils eftir öruggan sigur

Ungverjar tóku á móti Englendingum í toppslag I-riðils í undankeppni HM 2022 sem fram fer í Katar. Raheem Sterling, Declan Rice og nafnarnir Harry Kane og Maguire sáu um markaskorun Englendinga í 3-0 sigri.

Ekkert VAR á Laugardalsvelli í kvöld

Ekki verður notast við myndbandsdómgæslu þegar að Ísland tekur á móti Rúmenum á Laugardalsvelli í kvöld. Sérstakir VAR dómarar frá Rússlandi áttu að sjá um myndbandsdómgæslu í kvöld, en bilun í tæknibúnaði UEFA kemur í veg fyrir það.

Xhaka með veiruna

Granit Xhaka, miðvallar leikmaður Arsenal og svissneska landsliðsins, greindist með Covid-19 í gær, miðvikudag.

„Maður biður þá bara um að gefa allt sitt“

Kári Árnason segir að íslenska landsliðið verði að leggja allt í sölurnar gegn Rúmeníu í kvöld ætli liðið sér að eiga möguleika á að komast á Heimsmeistaramótið í fótbolta í Katar.

Fékk bónorð á hlaupabrautinni

Keula Nidreia Pereira Semedo frá Grænhöfðaeyjum komst ekki í undanúrslit í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Hún fékk hins vegar bónorð strax eftir hlaupið í undanrásunum.

Sjá næstu 50 fréttir