Handbolti

Björgvin hættur við að hætta og spilar með Stjörnunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Þór Hólmgeirsson ætlar að aðstoða Stjörnuna í vetur.
Björgvin Þór Hólmgeirsson ætlar að aðstoða Stjörnuna í vetur. vísir/elín

Aðeins mánuði eftir að Björgvin Hólmgeirsson hætti í handbolta hefur hann tekið skóna fram á nýjan leik og mun spila með Stjörnunni í Olís-deild karla í vetur.

„Kannski er ég kominn í ótímabundið frí eða alveg hættur. Skórnir eru að minnsta kosti komnir upp í hillu hvort sem það verður um lengri eða skemmri tíma. Maður á kannski aldrei að segja aldrei. Ég verð að minnsta kosti ekki með í vetur,“ sagði Björgvin við handbolta.is 9. ágúst.

Björgvini hefur nú snúist hugur og mun spila með Stjörnunni vegna mikilla meiðsla í herbúðum liðsins. Þetta staðfesti Björgvin í samtali við íþróttadeild.

Björgvin lék afar vel með Stjörnunni á síðasta tímabili. Stjörnumenn enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar og komust í undanúrslit úrslitakeppninnar í fyrsta sinn.

Björgvin, sem verður 34 ára síðar í þessum mánuði, var næstmarkahæsti leikmaður Stjörnunnar í Olís-deildinni með 79 mörk.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×